Ljós og sannleikur - 01.11.1919, Side 4

Ljós og sannleikur - 01.11.1919, Side 4
68 Ljós og sannleikur Hann talaði í fullan hálftíma til þessara mannræfla, sem fyltu húsið, og orðin streymdu hókstaflega af vörum lians. Hann sárbændi þá, lagði að þeim, skipaði þeim að koma til Guðs. pegar hann settist niður, gengu fram 20 manna og kvenna og stóri maðurinn kraup niður og bað fyrir þeim i svo blíðum rómi, að Hardy fann, að tárin hrundu niður kinn- ar hans. peir Clark fóru nú aftur út á götuna. „Jæja,“ mælti Clark, „nú hefirðu séð kraftaverk fyrir þitt leyti.“ „Eg játa, að eg hefi séð merkilega sjón og heyrt góða vakningarræðu, en hvar er kraf taverkið ?“ „Fyrir níu mánuðum var þessi maður, eins og þú heyrðir, bæði spilafífl og þjófur og hafði það að atvinnu. Hann hefir sex sinn- um setið í hegningarhúsinu. Hann hefir eytt stórfé í áfenga drykki og annan glæpalifn- að. En nú er hann orðinn starfsmaður við heiðvirða verslun. Hann er búinn að leggja niður sína fyrri háttsemi og nú ver hann hverri stund, sem hann getur mist frá störf- um sínum, til að bjarga gjörspiltum mönn- um og konum. Nú er hann guðrækinn mað- ur og bænrækinn. Nú segi eg, að hann sé kraftaverk vorra tíma, engu minna en þau kraftaverk, er Jesús gerði nokkru sinni. Gat nokkuð, nema undra-máttur, gert þann mann það, sem hann var í kveld?“ „Hardy varð hljóður. Loks sagði hann: „pú hefir rétt fyrir þér. Eg skal aldrei vera van- trúaður á kraftaverk framar.“ „ , Alt fólkið sá halta manninn. Kraftaverkið var gert að viðstöddum fjölda manns. þegar hann gekk um kring og lofaði Guð, þá dró hann athygli fólksins að sér. peir sáu líka, að breytingin á Pétri var jafnmik- ið kraftaverk og breytingin á halta mann- inum? peir sáu, að halti maðurinn, hlaup- andi og gangandi, var sá hinn sami, sem áður hafði beiðst ölmusu. Pétur og Jóhannes leiddu hann síðan milli sín út um Fagrahliðið og niður þrepin. Mann- fjöldinn kom á eftir undrandi og hissa. pví næst heimfærir Pétur þetta kraftaverk til fólksins og hvetur það iðrunar og til að ganga Kristi á hönd. Af því hlyti hver mað- ur tvöfalda blessun: Syndir þeirra yrðu af- máðar og þeir fengju að njóta endurlífg- unartíma, eins og þeir nutu, sem trúna höfðu tekið. J?ýtt úr ensku. i Prestarnir á Englandi eru þess flestir fulltrúa, að koma Krists sé fyrir höndum. Tíu helstu prestar ensku kirkjunnar, þeir: F. B. Meyer, G. Campbell Morgan, A. C. Dixon, W. Fuller Gooch, J. Stewart Holden, H. Webb. Pepole, E. S. Webbster, Dinsdale T. Young, Alfred Bind og J. S. Harrison hafa nú fyrir skemstu aðhylst eftirfarandi sein- ingar: 1. Byltingin, sem nú stendur yfir, bend- ir á, að „tímar heiðingjanna“ séu að lcveldi komnir. 2. Að búast megi við opinberun Drott- ins vors á hverju augnabliki, er liann birtist eins augljóslega, eins og liann birtist læri- sveinum sínum eftir upprisuna. 3. Að hin fullkomna (ósýnilega) kirkjn muni ummynduð verða „til fundar við Drottin í loftinu.“ 4. Að Gyðingar muni verða kallaðir heim aftur í land sitt, vantrúaðir, en verði síðan snúið til Krists, með því að Kristur birtist. 5. Að öll mannleg endurreisnaráform, verði að vera endurkomu Drottins til stuðnings, af því að allar þjóðir muni þá verða honum til aðstoðar í stjórninni. 6. Að meðan Kristur ríkir, þá muni út- helling heilags anda yfir alt hold verða langt- um fyllri en áður. 7. pessi sannindi, segja þeir, munu verða hin hagkvæmasta til að beina kristilegu lund- erni og starfi í ákveðna átt, í öllum þeim vandamálum, sem nú krcppa að og úr þarf að ráða.

x

Ljós og sannleikur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.