Ljós og sannleikur - 01.11.1919, Síða 5

Ljós og sannleikur - 01.11.1919, Síða 5
Ljós og sannleikur 69 Drottinn er í nánd. Jak. 5, 7. „Hinir hygnu munu skilja það.“ Vér vitum, að orð Guðs er lampi fóta vorra og ljós á vegum vorum, aS þvi er ritn- ingin segir (Salm. 119, 105), og aS þaS er lieilög ritning, sem getur frætt oss í andleg- um efnum (2. Tim. 3, 15). Vér vitum, aS samkvæmt orSi GuSs, þá erum vér uppi á hinum síðustu tímum heið- ingjaaldarinnar, og að Jerúsalem verður fót- um troðin af lieiðingjum, þangað til sú öld, „tímar heiðingjanna,“ er liðin. (Lúk. 21, 24). Nú er Jerúsalem frelsuð úr höndum þeirra. Vér vitum af orði GuSs, að „öld heiðingj- anna“ hófst er Nebúkadnesar Babýloníu- konungur hertók Jerúsalem, og þá lutu hon- um öll lönd og þjóðir, og að lokinni þessari öld, munu allar þjóðir lúta einum voldug- um konungi. ]?að er Andkristurinn. „Hann setur sig á móti og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur, svo að hann sest í musteri Guðs og kemur fram eins og hann væri Guð.“ Tökum grandgæfilega eftir undirbúninginum í heiminum undir komu hans, sem „kemur fyrir tilverknað Satans með allskonar krafti og táknum og undrum lyginnar. (2. Tess. 2, 4. 9.). „Eins og á dögum Nóa.“ Guð sagði við Nóa, að hann ætlaði að eyða heiminn. Nói vissi það og fólk hans, en vond- ir menn og óguðlegir vissu það ekki. peir vildu eigi trúa orðum hans og svo fórust þeir í flóðinu mikla. Á dögum Lots vissi hann og fólk hans, að Guð ætlaði að eyða borgina, en þcir, sem vildu ganga á vegum syndarinnar, vissu það ekki og fórust. Eng- inn hinna guðlausu manna vissi neitt né skildi, en hinir réttlátu skildu það. Drottinn sagði, áður en hann eyddi borgirnar Sódoma og Gomorra: „Skyldi eg dylja Abraham þess, sem e£ ætla að gera? (1. Mos. 18, 17.). Vér skulum vera vakandi á þessum síð- ustu tímum. Vakandi vinir Guðs skilja tákn tímanna. Enginn timi er til tekinn í orði Guðs um þetta, kirkjunni er ekkert tímatak- mark sett eða áratal, heldur þetta eina: „Hinir hygnu munu skilja það.“ „Margir verða hreinir og skírir, en hinir óguðlegu munu breyta óguðlega og engir óguðlegir munu skilja það.“ (Dan. 12, 10.). pað er sagt skýrum, órækum orðum í ritningunni, að vinir Guðs muni vita, hve- nær hinn dýrðlegi dagur Drottins kemur. „En þér bræður,“ segir postulinn, „eruð ekki í myrkri, svo að sá dagur komi yfir yður eins og þjófur.“ Guði sé lof! pað er eins og eittlivað liggi nú i loftinu, er varar oss við því, að nú sé dagur Drottins í nánd. Hann mun eigi dylja þann atburð- inn fyrir vinum sínum, sem mestur er allra viðburða í heimi. pað er meiri og undur- samlegri dagur en svo, að hann verði dul- inn þeim, sem í raun og veru þekkja Guð. Brúðurin mun vita, livenær hún á að vera tilbúin að ganga á móti brúðgumanum. Margra ára bið, vaka og þrá eftir brúðgum- anum, öðlast bráðlega umbun. Drottimi kemur bráðum sýnilega og mun hann full- nægja hjartans ákalli og andvörpum þeirra, sem elska Guð. Vinir Guðs þekkja tákn tímanna. pað eru þeir, sem „líta upp“. Og það er meira. pað er eitthvað undursamlegt, sem „dregur þá upp á við.“ peir finna að jarðarfjötrarnir eru að losna. peir eru að losna úr hörmum jarðarinnar. Undursamlegur, guðlegur krafl- ur dregur oss upp á við, altaf hærra og hærra, þangað til hið jarðneska þrýtur mátt til að halda oss föstum, þangað til vér verð- um lirifnir burt til fundar við Drottinn i loftinu. Ó, sú dýrðarsjón, sem við oss blas- ir! Ert þú vakandi? Ert þú viðbúinn þess- um mikla hrifningar-degi? Vinir, endur- lausn vor cr í nánd. „Dýrð og heiður sé Guði, sem var, er og verður." í Hebreabréfinu standa þessi eftirtektar- verðu orð: „pér sjáið, að dagurinn færist nær.“ pað er uppfylling táknanna, sem minst er á í 24. kapítula Mattheusarguðspjalls, að vér vitum, að dagurinn nálgast. Hann fær- ist nær og nær sá dýrðardagur. Bráðum fer morgunstjarnan að skína, til að boða kornu þess dags, er þeir, sem vaka, verði hrifnir

x

Ljós og sannleikur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.