Ljós og sannleikur - 01.11.1919, Blaðsíða 6
I
70
burtu og seinna meir mun „sól réttlætisins
renna upp.“ Og allur heimurinn mun sjá
dýrð hans og sérhvert kné á jörðu beygja
sig fyrir tign konungsins. Guði sé þakkir!
Jóhannes postuli ritar (Op. 11, 15.): „Heims-
rikið er orðið ríki Drottins vors og hans
smurða, og hann mun ríkja um aldir alda.“
J?ýtt úr ensku.
Billy Sunday
hinn alkunn ameriski vakningaprédikari,
segir, að sá prestur sé eigi hæfur til þess
að prédika fagnaðarerindið, er eigi búi sig
jafnframt undir að prédika endurkomu
Drottins. Sunday segir sjálfur í endurkomu-
ræðu sinni: „Öll tákn benda nú á viðburð-
inn mikla, skjóta endurkomu Drottins. það
var fjölmenn samkoma á hvítasunndeginum
þeim, er andinn féll yfir fólkið eins og sterk-
viðri, þegar þeir Wesly og Whitefield prédik-
uðu fyrir f jöldanum undir berum himni, og
eins þegar fólkið flyktist að þeim Finney
og Moody. En aldrei hefir nokkum tima
verið haldin önnur eins samkoma nokkur-
staðar, eins og sú, er Drottin vor heldur í
loftinu, þegar hann tekur vini sína til sín.
Alt, sem gert hefir verið til þessa dags, er
undirbúningur undir þá miklu himin-sam-
komu. Til þess leið Jesú á krossinum,
til að friðþægja fyrir syndina. Til þess
reis hann upp frá dauðum og steig upp til
himna, og settist til hægri handar föðum-
um. Til þess kom heilagur andi á hvítasunn-
unni.“ Vér viljum bæta því við, að Guð út-
hellir af sömu ástæðu anda sínum yfir alt
hold, eins og hann sagði að hann mundi
gera. Jóel. 2, 28—32. í Kína, á Indlandi og
Afriku, og úti um allan heim, gerist hið
sama og á hvitasunnudaginn fyrsta, er and-
inn kom yfir postulana. Heiðingjarnir tala
ókunn tungumál, og nærfelt alt af um það,
að Jesús komi bráðum. —
Ljós og sannleikur
Við krossinn.
Minn frelsari breiðir út faðminn svo blítt
og föður sinn vægðar mér biður.
Hans ljós og hans friður og lífsaflið nýtt
það líður í hjarta mitt niður.
Með drúpandi höfði eg krýp við hans kross,
og kærleiksblíð heyri eg orðin,
eg lit á hans blóðstrauma líðandi foss,
og lauguð af dreyra er orðin.
Og þangað flýr sál mín af syndunum þjáð,
er svíðandi undirnar blæða.
Og önd mína huggar hans eilífa náð,
hans armur mér lyftir til hæða.
Guðrún Hannesdóttir.
Bréf og vitnisburður
um Krist
(sendur útg. „L. og S.“ utan af landi).
Kæri bróðir og vinur í Jesú Kristi! Náð
og friður Guðs margfaldist yfir yður!
Eg sendi þér grein um Jesúm. Viltu taka
liana í blað þitt og senda mér það, sem kom-
ið er út af þvi.
Eg er skirður i nafni föðursins, sonarins
og heilags anda, skírður í nafni Jesú Krists,
til fyrirgefningar syndanna, fyrir gjöf heil-
ags anda og náð; hann er unnusti æsku
minnar og hefir tekið mig að sér.
Vitnisburður.
Jesú kemur skjótt. Orð hans hafa glatt
hjarta mitt; hann er Kristur, sonur hins lif-
anda Guðs; hann dó fyrir mína synd og
uppreis mér til réttlætis. Hann er kærleik-
urinn, sem lét lífið fyrir oss; hann er Jehóva:
mitt réttlæti; enginn Guð er til nema hann;
enginn annar frelsari; ekkert annað hellu-
bjarg er til; eg veit af engu öðru; orð hans
eru unun og fögnaður hjarta míns, lampi