Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Page 3

Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Page 3
Ljós og sannleikur. S3 í sölurnar leggja til, aiS ná því marki, þá kæmu þeir endurlífgunartímar yfir heim allan fra Drotni, aS aldrei hefíSu slíkir tímar komiö áö- ur. Guö vill nú láta þessa tíma koma. Ekki stend- ur á neinu frá hans hendi. Alt er reiSubúiö. Þa'ö stendur á mönnunum, þeir vilja ekki kannast viS syndugleika sinn og koma til hans, sem hefir fyrirgefningu synda og eilíft líf a'iS bjóöa. Jesús má enn gráta eins og yfir Jerúsalems-búum for'ð - um. Þeir v i 1 d u ekki korna til hans. Þeir þ ó 11 u s t vera heilagir og réttlátir. Og svo er enn. Enn treysta menn eölisgæðum sínum, og góöri breytni sinni — sínum eigin fötum. Þeim finst ekki geta komið til mála, aö þeir, svo vænir menn og vandaðir, segi viö Drottin: „Ó- nýtir þjónar erum vér.“ En hvaö eru verk vor þau er góö kallast? Ekkert annað en ófullkomin viðlcitni. Og hver laun eigum vér skilin fyrir þau? Launin, sem barnið á skilið, sem gefur foreldrum sínum gjöf, en kaupir hana fyrir peninga, sem þaö fær aö gjöf frá foreldrunum. Getur þaö barn sagt við foreldrana, þegar þaö er búið að afhenda gjöf- ina: Nú á eg hjá ykkur fyrir þessa gjöf? Nei, gott barn fer ekki frarn á endurgjald. Guð gefur oss alt, af náð erum vér það sem vér erum, og enginn megnar neitt gott að gera, nema með krafti Guðs. Á maður þá heimtingu á launum fyrir þau góðverk sín? Hann er f að- i r i n n, vér erum b ö r n i n. En hvað sem iðrunarleysi fólks líður og trú þess á réttlætinguna af verkunum, þá standa þessi orð Jesú stööug eilíflega: „Nema þér snúið við, munuð þér allir eins farast." Og þessi orð Drottins: „Hinn óguðlegi láti af breytni sinnt •og snúi sér til Drottins, þá mun Drottinn misk- una honum." Þaö er miklu meira fólgiö i afturhvarfinu, en fólk veit alment, þvi aö það eru fæstir prestar nú, sem prédika afturhvarf eöa betrun lifernis- ins, en þaö er víst, vinur minn, aö ekki er það nóg, aö þú hryggist af synd þinni og ekki held- ur það, aö þú játir hana, þú verður líka aö afleggja hana, og meir en það, þú veröur aö bæta upp þaö, sem þú hefir haft af öðrum eða skaðað þá. Þegar Zakkeus hafði snúið sér, þá sagði hann: „Og hafi eg ranglega haft af nokkrum, þá geí eg lionum það ferfalt aftur.“ Hann vissi, að það var óhjákvæmilegt að bæta óréttinn og svo tók hann nú óréttinn nærri sér, að hann vildi borga ferfalt aftur. Og þá var lika sigur- inn unninn hjá Zakkusi; hann fékk fullkomið hjálpræði. Guö krefst, aö vér gefum honum hjarta vort aö fulíu, áður en harin veitir oss fult frelsi. — Og þá erum vér orðnir lifandi vottar, þá er það góöa verk fullkomnað, sem Guö byrj- aöi i oss. Því er samfara mikil lotning og auömýking aö bæta ráö sitt samkvæmt orði Guðs, að játa og bæta aftur hvern órétt, sem vér gerðum öðr- um, meðan vér lifðum syndalífinu, ekki aðeins fyrir Guði, heldur líka fyrir mönnunum. Menn eru ófúsir á þá betrun nú á tímum, en þess vegna eru þeir líka svo margir, sem vantar sálarfrið, vantar þann frið, í sálu sína, semþeir höfðu fyrrum, er þeir gengu veg þeirrar auömýkingar — og svo verða þeir dauðir vottar. Aðalgallinn á afturhvarfinu nú á dögum er sá, að menn vilja dylja syndir sínar og svíkja svo með því sjálfa sig og aðra; en Guð geta þeir eigi á tálar dregiö. Vér verðum aö kann- ast viö syndir vorar og afleggja þær, ef vér eigum aö öðlast náð og verða — lifandi vottar frelsara vors og Drottins Jesú Krists. Kostum kapps um að hafa jafnan óflekkaða samvisku fyrir Guöi og mönnum. Þá mun frið- urinn veröa sem vatnastraumur og sála vor seni hafsins bylgjur. (Þýtt ur sænsku). Kornelíus og Pjetur. „Ekki er munur á Gyðingi og grískum manni, því að hinn sami er Drottinn allra, fullríkur fyrir alla þá, sem ákalla hann.‘‘ Róm. io, 12. „Kornelius var ráðvandur maður og óttaðist Guð og alt hans heimili, og gaf hann lýðnum miklar ölmusur og var jafnan á bæn til Guðs.“ Þetta er lýsingin á Kornelíusi, manni, sem var viðbúinn að taka ’k r i s t n i. Þeð er sannreynt, aö trúrækinn hermaður, hlýtur að eiga djúpsetta trú. Kornelius mun hafa veriö einn af þcim mönnum, sem heyrðu vitnisburð- inn um Jesú af vörum Filippusar, er boðaði

x

Ljós og sannleikur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.