Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Qupperneq 4
84
Ljós og sannleikur
kristna trú um þær sló'öir. Hann var einn þeirra
heiðingja, sem leituðu Guðsaf heilum hug,
eins og spekingarnir Sókrates, Seneca, Epiktet
og Markús Aurelíus keisari. í tölu þeirra var
og íslendingurinn Þorkell máni, sonarsonur
Ingólfs landnámsmanns, „er einn heiðinna
manna hefir best siðaður verið, að því er menn
vita dæmi til. Hann lét bera sig í sólargeisla í
banasótt sinni, og fal sig í hendi þeim Guði, er
sólina hefði skapað; hafði hann og lifað svo
hreinlega, sem þeir kristnir menn, er best eru sið-
aðir“. — Það er Korneliusa r-b 1 æ r yfir
þessari lýsingu.
Um þær mundir er Kornelius var uppi, var sú
þrá vöknuð hjá mörgum heiðingjum, að þeir
mættu þjóna hinum eina sanna Guði á þann hátt,
að þeir þyrftu eigi að ganga undir ok Gyðing-
dómsins og lögmálsokið. Þeir vildu eigi lifa
undir lögmáli, heldur undir náð, lögmálið höfðu
þeir þegar í samvisku sinni, en náðina ekki:
fyrirgefningu syndanna og eilíft líf.
í Nýjatestamentinu eru alls nefndir fimm
höfuðsmenn og allir fá þeir gott orð fyrir fram-
komu sína og lifnað sinn allan. Kornelius var
góður eiginmaður og faðir og leiddi alt fólkið
á veg ráðvendninnar og guðsóttans. Og trú hans
var starfandi í kærleika, hann gaf miklar ölmus-
ur, bæði Gyðingum og heiðingjum. — Og und-
irrót lifnaðar hans var bænrækni hans.
Hann lifði eftir þeirri náð og þekkingu, sem hon-
um var gefin og þráði æ meiri náð og meiri
þekkingu.
Áminning Péturs postula: „Vaxið í náð og
þekkingu Drottins vors Jesú Krists" hefði fall-
ið í góðan jarðveg hjá honum.
Afleiðingin af lifnaði hans var sú, að hann
var virtur af öllum, Gyðingum og heiðingjum
sjálfsagt líka. Enginn heiðingi gat því veriö
betur fallin til inntöku í kristna söfnuðinn, til að
brjóta niður hleypidóma Gyðinganna; þeir
Gyðingar, sem kristni höfðu tekið, áttu óhægt
með að synja honum inntöku í söfnuðinn. —
Svona leiðir Drottinn menn um
þá vegu, sem auðsóttastir eru, til
að koma sínu fram.
Engillinn segir við Kornelius: Bænir þínar
og ölmusugjörðir eru stignar upp, til þess að
Guð m i n n is t þeirra. Þær voru m i n n i n g-
a r f ó r n: „M i n s t u m í n, ó, Guð!“ Þessi
l>æn var stöðugt á vörum Gyðinga. „M i n n i n g~
a r f ó r n var sá partur matfórnarinnar kallað-
ur, sem presturinn brendi á altarinu — hand-
fylli af hveiti ásamt olíu og reykelsi —; steig
sú fórn upp til Drottins, eins og sætur ilmur.“
Malakías spámaður segir, að frammi fyrir aug-
liti Guðs sé rituð minnisbók fyrir þá, sem ótt-
ast Drottinn og virða nafn hans“. í þá bók
hafa bænir og ölmusugjörðir Korneliusar ver-
ið ritaðar: Guð minnist þeirra, Guð náðarinnar,
scm g e f u r eilíft líf, í Jesú Kristi Drotni vor-
um, án allrar vorrar verðskuldunar og tilverkn-
aðar.
„Hann mun frið og frelsi veita
finna munu þ e i r, s e m 1 e i t a.“
Kornelius var að leita náðargjafa Guðs, synda-
fyrirgefningarinnar og eilífa lífsins.
Hverjar eru vorar minningarfórnir?
Þær eru eða ættu að vera margar. Enginn veitr
hve víða b æ n i r stíga upp fyrir Drottin. Marg-
ur einn snýr sér til Guðs í kyrþey og einveru:
iðrandi syndari biður fyrirgefningar fyrir drýgð-
ar syndir, og um náð Guðs, foreldrar biðja fyrir
villuráfandi barni sínu, systir fyrir þverbrotn-
um bróður, áhugamikill kristinn maður fyrir
viðgangi kristindómsins, um öfluga trúarvakn-
ingu, um ríkulega gjöf heilags anda — og eklci
týnist eitt af þessu'm bænaror ð -
um —• Guð ritar þau í minningabók-
i n a sína.
Pétri var ætlað að fullna' stari
engilsins. Pétur gat gert meira en engill-
inn fyrir Kornelius. Þess vegna hefir einhver
prédikari sagt: „Hversu lítilfjörlegugr prédik-
ari sem eg kann að vera, þá get eg prédikað
fagnaðarerindið betur en sjálfur Gabríel, þvt
að Gabríel getur ekki sagt það, sem eg get sagt r
Eg er syndari, hólpinn af náð.“
Kornelius sendi tvo heimamenn til Péturs-
með ntiklum fögnuði; þeir voru ráðvandir og
guðhræddir, eins og hann sjálfur. Sá húsbóndi,
sem talar iðulega um trúarefni við heimamenn
sína, öðlast dygga þjóna. —
Pétur v a r u n d i r bú in n a f D rbtni
til að taka á móti sendimönnum Kornelíusar.
Það gerir Guð ávalt, er hann ætlar einhverjum
þjóna sinna að reka sérstakt erindi fyrir sig;
Hann býr þá undir það. Svona var það með
Filippus og höfðingjann frá Etiópiu, þá Sál og: