Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Side 5

Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Side 5
Ljós og sannleikur 85 Ananías og eins þá Pétur og Kornelius. Það var eins og Drottinn legöi hægri höndina á Kornelius og vinstri höndina á Pétur og þrýsti þeim hvorum að öörum. Hefir Guö kallað þig til að vinna sérstakt starf, ríki hans til eflingar? Ef svo er, þá hefir hann líka sjálfur búiö þig undir það á einhvern hátt. — Taktu nákvæmlega, eins og Pétur, eftir þeim bendingumDrottins og fræðslu. Ertu brenn- andi í andanum, staðfastur í bæninni, glaður í voninni og þolgóöur í þjáningum? Þá ertu undirbúinn að reka erindi Drottins. E>etta líður hjá, Fyrir mörgum, mörgum öldum lét einn af Persakonungum rita þetta orðtak yfir öllum dyr- um í höllinni sinni. Þetta sama orðtak getum vér oft notað í reynslu vorri í daglega lífinu. „Þetta líður líka hjá.“ Sjúkdómurinn, sem lengi hefir legiö á oss, og gert oss dapra, sorg- in og þjáningin í öllum myndum, alt líður það hjá, og þyngsta sorgin meira að segja, er vér verðum að sjá á bak þeim ástvinum vorum, sem áttu allan vorn kærleika — hún líður líka hjá á sínum tíma. Þetta getur veitt oss nokkurs konar huggun, en fullkomna, sanna huggun i allri neyð og sorg og í lífsins sárustu þjáningu getum vér eigi drukkið nema úr einni lind, lind sem austur- landakonungurinn þekti ekki, lindinni, sem aldrei bregst né þrýtur. Jafnframt því, sem sannkristinn maður veit, að heimurinn ferst og alt, sem í honum er, hin þyngsta þjáning og mesta neyð jafnt og sælustu unaösemdir, þá veit hann, að hann á arfleifð í vændum, sem aldrei líður undir lok, arfur, sem honum er geymdur á himni, og öllum þeim, sem í fullri trú vænta þeirrar dýrðar, sem á þeim mun opinber verða. „Þótt vonir bregðist margar mér, og mæðu við eg búi, mín von um Drottins vernd ei þver, eg veit, á hvern eg trú i.“ Vökumaðurinn, Hve gott með Guði einum að ganga hverja nótt á himins vegum hreinum, þá hvíldar nýtur drótt; það vottar vökumaður, sem veður þolir stríð, hann unir úti glaður þó yfir dynji hríð. Hann mæða engin myrkur, þó mánans hverfi rönd, hann er í anda styrkur af alvalds studdur hönd, og bylur enginn brýtur hans björtu trúar-rós hún náðar Drottins nýtur — og nóttin fær sitt ljós. Og strax er himin heiðir með helgum stjarna-krans, hann eygir ótal leiðir að innum skaparans, svo lýsist nóttin langa og loksins dagur skín, og þá er gott að ganga með Guði heim til sin. Ó, virð þinn vininn eina þú vökumaður kær! Því hann í myrkrum meina þér mestan unað ljær; þó hlýtt sé heima í ranni og hlýtt á vina fund, og hlýr sé hjartkær svanni, — er hlýust Drottins mund. Þó vinur víki frá ])ér, svo vaka þurfir einn, ef góður Guð er hjá þér ei grandar háski neinn, hann fylgi engla fær þér og friðar hrygga lund, hann ljós í myrkrum ljær þér og lif á dauðastund. J. G. i.

x

Ljós og sannleikur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.