Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Page 7

Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Page 7
Ljós og sannleikur 87 og hann haf'ði af Jesú, þegar hann var barn og síðan alla æfi hans, alt fram í dauðann á kross- inum. H a n 11 hlusta'Si altaf á orö eða raust föður síns á himnum, h a n n var altaf hlýð- inn. Látið þið börn alt ykkar líf verða skæran lof- söng Guði til dýrðar. En það getur ekki orðið, ' nema þið hlustið á Jesú og hlýðið honurn. Þá verðið þið sæl og glöð. Látið Guðs vegna og ykkar sjálfra þessi inndælu orð Jesú rætast á ykkur: „S æ 1 i r eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Þá verður líf ykkar lofsöngur um Guð. Þá vita allir, þá heyra allir og sjá, að þið hafið verið með Jesú. Litli trúboðinn, Snemma geta þau börn orðið trúboðar, sem heyra Guðs orð og varðveita það, muna það og breyta eftir því. Það sýnir meðal annars eftirfarandi saga, af lítilli kaupstaðarstúlku. Faðir stúlkunnar lá sjúkur. Það var sóknar- presturinn; en meðan hann lá, þá fór hún á pósthúsið til að taka á móti bréfum fyrir hans hönd. „Gjarnan vildi eg mega biðja yður að afhenda mér bréfin hans pabba,“ sagði hún við póst- meistarann. „Hver er það?“ spurði póstmeistari. „Þekkirðu ekki pabba?“ spurði hún alveg for- viða. „Nei, eg þekki hann ekki, hvernig ætti eg að þekkja hann?“ spurði póstmeistari. „All- ir þekkja pabba,“ sagði hún. „Hér er nú eirin, sem þekkir hann ekki,‘‘ svaraði póstmeistari. „Komið þér aldrei til kirkju á sunnudögum?" spurði hún. „Nei, þangað kem eg elcki,“ svaraði póstmeistari. „Farið þér þá aldrei til kirkju? Það kemur til af því, að þér þekkið ekki pabba, því að presturinn hérna er pabbi minn, og allir þekkja hann,“ sagði hún. „Ef þú vilt segja mér hvað hann hetir, þá skal eg vita, hvort hér er nokkurt bréf til hans,“ sagði póstmeistari. Hún sagði honum það. En um leið og hann sagði henni, að pabbi hennar ætti ekkert bréf, þá spurði hún: „Sögðuð þér, að þér færuð aldrei til kirkju ?“ „Já, það sagði eg,‘‘ svaraði póst- meistari og sneri sér við; hann lét þessa spurn- ingu hennar litlu skifta, en litla stúlkan fórheim og var döpur í bragði út af þessu þekkingar- leysi og kæruleysi póstmeistarans. Daginn eftir kom hún aftur, en póstmeistari sagði, eins og fyrri daginn, að pabbi hennar ætti ekkert bréf og sneri sér svo frá henni, en hún sat við sinn keip og spurði: „Þér hafið aldrei séð pabba, eða hvað?“ „Ekki séð hann, en eg hefi heyrt talað um hann,“ svaraði póstmeistari. „Allir, sem þekkja hann, hafa mestu rnætur á honum og segja að hann sé góður ræðumaður — afbragðs-góður,“ mælti hún. Póstmeistari hló við, og kvaðst ekki efast urn það. „Farið þér þá aldrei nokkurn tíma í kirkju?“ spurði hún. „Ekki um þetta leyti,‘‘ svaraði póstmeist- arí. „Gott þætti yður að heyra til pabba, það þykir öllum,“ sagði hún. Póstmesitara þótti hún nú of nærgöngul og sneri sér því frá henni. Daginn eftir rétti póstmeistarinn henni bréf, sem átti að fara til pabba hennar, og sagði um leið: „Loksins er þá komið bréf.“ „Það gleður pabba,“ mælti hún og þakkaði fyrir. „Eg vildi, að þér kyntust honum pabba mínum, þér fengj- uð brátt mætur á honum," sagði hún. „Ekki ef- ast eg um það, ef hann er líkur dóttur sinni,“ svaraði hann. „Það vildi eg, að þér kæmuð til kirkju á sunnudaginn kemur, til að heyra til pabba, eg veit, að yður þætti það gott,‘‘ sagði hún. „Eg er þar öllum bráð-ókunnugur og kynni þar ekki við mig,“ svaraði hann. „Þér þekkið mig og mér þætti meira en lítið vænt um að sjá yður; þér getið komið og fengið að sitja í stólnum okkar,“ sagði hún. Hantr hélt áfram að afsaka sig, en hún lét ekki af þessu, fyr en hann lofaði að koma, en sjá mátti á honum, að honum var það hálfnauðugt. Hún hljóp þá leið- ar sinnar og lá þá vel á henni. Næsta sunnudagsmorgun eftir leit hún út um gluggann milli vonar og ótta, til að sjá, hvort veðrið væri gott, og snemma gekk hún í kirkju og beið í stólnum með óþreyju. Loks kemur maður hár vexti; hún gefur honum bendingu og hann fer inn í stólinn og sest þar. Svo sett- ist hún við hlið honum og lagði hönd sina t hönd hans.

x

Ljós og sannleikur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.