Ljós og sannleikur - 01.02.1920, Side 6

Ljós og sannleikur - 01.02.1920, Side 6
94 Ljós og sannleikur er svo þungur, aS hann geti haldi'S þeim, sem eru í lifssambandi viö Jesú í heilagri trú. Lazarus var búinn aö þekkja kærleika og vald frelsarans. Líf hans var nú oröiö alt ann- að en þaö áður var. eins og Jóhannes ritar. „Fjöldi Gyöinga kom, en ekki vegna Jesú ein- göngu og til aö sjá Lazarus, sem hann haföi vakið upp frá dauðum. Jóh. 12, 9.—11. Lazarus var oröinn skotspónn hatursmanna, eft- ir þaö, er hann var vakinn upp frá dauðum, því milli frelsarans og þess, er hann frelsar, er náið samband; þeir, sem heyra Jesú til, verða raunverulega að bera merki Jesú á likama sín- um. Hver veitti Lazarus eftirtekt, áður en hann dó? Ekki nokkur maöur. En nú var það eitt- hvað annað! Alt myrkranna veldi reis á móti þeim Lazarus, sem vakinn var frá dauðum. Hver mundi hafa þekt þennan yfirlætislausa mann, ef hann hefði ekki gengið um dauðans hlið og verið endurlífgaður, af honum, sem er sterkari en dauðinn? Enginn. „Þeir ráðguðust um að lífláta hann.“ Hvers vegna? Af því að hann var þeim hættulegur vottur um dýrð Jesú, því að maður, sem Krist- ur hefir lífgað, fæddur af andanum, berst með andlegum vopnum; holdi og blóði geðjast ekki vitnisburður hans með þeim anda, sem verkar í honum og fyrir hann. Kristindómur og vísindi. Fjöldi manna fer vilt í því nú á dögum, að kristindómurinn sé ekki annað en vísindi og málsnild, í stað þess að hann er og á að vera iðkun guðrækninnar í orði og verki. Af þessu kemur það, að menn keppast á í því að ná sem mestum metorðum og nafn- frægð. Flinir eru fáir, sem leggja allan hug á að vera ráðvandir og heilagir í dagfari sínu. Margur gerir sér far um að leita uppi lærða menn, til þess að verða leiknir í alls konar bók- legum listum, bæði í tungumálum og öðrum vísindum. En þar á móti eru þeir sárfáir, er löngun hafa til að læra af þeim kenniföður, sem æðstur er og vitrastur, Drotni vorum Jesú Kristi, læra hógværð hans og lítillæti. Og þó er líferni hans eina dæmið og vissasta reglan til að lifa eftir ■— æðsta spekin og listin allra lista, eins fornmælið hljóðar: „Krists líferni kennir best kristnum sér að haga, orð og gerðir ætlum mest eftir því að laga.“ Kærleikurinn til Guðs og manna. „Kærleikurinn leitar ekki síns eigin“ 1. Kor. 13. Ekkert er manni, sem hefir kærleika Krists, meiri unaður en að gera öðrum þægindi fyrir alls ekkert endurgjald; hann leitar ekki síns gagns, heldur annara; honum er það hjartan- leg gleði að þjóna öðrum endurgjaldslaust, og þykir því betur, sem fleiri geta notið góðs af honum. Guð gerir hið sama. Hann gefur oss alt fyrir ekki neitt; hann hefir sjálfur engan hag af því. Það er ekki Guð, sem hefir gagnið af því, að þú þjónar honum, heldur þú sjálfur. Guð hefir boðið þér að iðka ráðvendni og óttast hann; þaö gerir hann til þess að þú getir fengið að njóta elsku hans og berir svo úr býtum blessun hans. Ástvinur vor, Drottinn Jesús Kristur, leit- aði ekki sins gagns, heldur dýrðar föðursins og sáluhjálpar vorrar, því að hann leitaði að hinu týnda, til að frelsa það. Hann kom ekki til að láta þjóna sér, heldur til að þjóna öðrum, og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. Frjó eik ber ávöxt og fer ekki í manngreinar- álit; hún hefir ekkert gagn af því sjálf, en á- vöxtinn ber hún svo góðan, sem Guð vill gefa hann; og ef hún hefði betri ávöxt að bjóða. þá gæfi hún hann eftirtölulaust. Kristur hefir gefið sig allan á líkan hátt. Og meira að segja: Guð hefir gefið oss sjálfan sig i Kristi, til þess að vér skyldum eiga hann í honum eins og alt annað, því að Guð gaf oss alt með honum. Guð, sem er æðstur og best- ur, gefur oss sjálfan sig. Hver sem kostar kapps um að líkjast Guði í því að gefa sjálfan sig öðrum, verður réttlætis- eik, Guði til dýrðar (Jes. 61) ; hann verður lif- andi vínviður og sígróandi pálmi (Sálm. 92). „Kærleikurinn er mestur,“ segir Páll postuli (i. Kor. 13, 13). Allar aðrar gáfur Guðs eru einskisvirði, ef hann brestur. „Vinnið alt, sem þér vinnið í kærleikanum." Drottinn var Jesús Kristur býður oss ennfremur að biðja í kær- leika. „Ef þú ert að bera gáfu þína fram á altar-

x

Ljós og sannleikur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.