Kári - 10.09.1918, Blaðsíða 2

Kári - 10.09.1918, Blaðsíða 2
io KÁRI að segja daglega reyni að murka lífið úr þeirri glætu, sem eftir kann að vera af rjettlætis- og sómatilfinningu almennings. Reykjavík 1. sepember 1918. Björn Gíslason. \ Filistear. Fyrir nokkrum árum tók Ungmennafje- .lagsblaðið »Skinfaxi« upp á þvi að ílytja greinar, eða bera sögur ætti líklega heldur að segj, af því að börn — að minsta kosti í andanum — áttu í hlut, með þessari yfir- skrift. Greinar þessar áttu að vera einskonar saga tveggja kaupmanna, annars afYestur- landi, en hins hjeðan úr nærsveitunum. En ekki var djörfung eða hreinlyndi höf- undarins, sem kvað vera uppgjafa-auka- ráðherra Jónas Jónsson frá Hriflu, betur á sig komin en svo, að hann þorði eigi að nefna mennina með rjettum nöfnum, en gaf þeim dulnefni til þess að geta skotið sjer undan, að hann hefði ekki átt við þá, ef þeir skyldu leggja svo mikla rækt við hann, að stefna honum fyrir ósannan, ærumeiðandi ábiirð. En hvorki þeir nje aðrir tóku neitt mark á skrifum þessum. Höfundurinn beið nú eins árs tíma og heíir víst vænst þess, að skáldskapur hans mundi festa rætur og bera blóm með lík- um ilm og hans eigið aííáh, en hvergi sásl þess neinn vottur. Retta mun honum hafa sviðið sárt, því að hann gal ekki á sjer setið, að prenta dálilla lolprjedikun í blaði sínu um þetta meistarastykki sitt og þau blessunarríku áhrif, sem það, eins og hon- um sagðist frá, hefði haft fyrir land og lýð. En þetta var þó ekki eina erindið. Að minsta kosti notaði hann tækifærið til þess að kasta óþverra yfir Landsbankann, um þáverandi starfsmann hans og mig. Páll Jónsson lögfræðingur svaraði þessari heimskulegu árás á bankann og sig, þar sem bankanum og honum var brugðið um samvinnu og fjelagsskap við Filisteana hans Jónasar, og kom það nú upp úr dúrnum, aö Filislear áiti -að vera sama og /járglœjramenn. Jónas gefst strax upp á því að forsvara flanið gagnvart Lands- bankanum og Páli, að því leyti er starf hans snerli fyrir bankann, en einmilt um sama leyti framdi Einar Arnórsson þau tvö þjóðarhneyxli, að selja Eirík Einarsson sýslumann í Árnessýslu og skipa Bjarna mág sinn sýslumann í Dalasýslu, þrátt fyrir það að Páll, bæði að prófaldri, prófeink- unn og öllum öðrum kringumstæðum stæði þeim langt framar og væri sam- kvæmt öllum gildandi reglum, sjált'sagður að ganga fyrir þeim til þessara embælta. Ressi svívirðilega rangsleitni Einars var Jónasi ærnar sakir á hendur Páli. Fór hann um hann ókvæðisorðum og ásökun- um og rökstuddi þær allar á eina leið: Páll liefði ekki orðið sýslumaður, svo ekki þyrfti að vanda þeim pilti kveðjurnar. Rcgar Páll var búinn að reka vitleysurnar í hinni upphaílegu árás á hann og banlc- ann ofan í Jónas, vildi hann ekki eiga orðastað við hann lengur, og er það ofur eðlilegt. Og ummæli Jónasar fengu ekki á mig. En þessi ritdeila gaf mjer nóg um- hugsunarefni og hefir það ekki liðið rnjer úr minni síðan. Jeg varð þess var, að ýmsum mönnum, sem jafnvel eru laldir heiðarlegir og skyn- samir menn — /og þar á meðal nokkurir svo katlaðir lærðir menn — þótti sem Jón- as hefði í meira lagi snúið á Pál í þessari ritdeilu. Ókvæðisorðin og staðlausar get- sakir í sambantli við rangsleitni óvandaðs götuslráks, voru þeim nógar röksemdir, eða rjettara sagt, þeir tóku það sem góðar og gildar röksemdir. Þeir merktu sjálí'a sig skrilsmarkinu, að gína við röksemdalausu illyrðaþvaðri og hleypa engri sjálfstæðri og heilbrigðri hugsun að því málefni, sem um var að ræða. Og þvi lengra sem jeg fylgdi þessum hugsanaferli, eða öllu heldur hugsunarleysisferli, því betur sannfærðist «

x

Kári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kári
https://timarit.is/publication/480

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.