Kirkjublað - 15.01.1934, Blaðsíða 1

Kirkjublað - 15.01.1934, Blaðsíða 1
KIRKJUBLAÐ 2. árg. Mánudaginn 15. jan. 1934. 2. tbl. Áhrif kirkjunnar. Eftir sr. Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Það hefir oft verið mér frámunalegt undrunarefni allt þetta skraf um áhrifaleysi kirkjunnar, því ég hefi ekki að- eins heyrt því kastað fram í stælum eða hita umræðn- anna, þegar það er gripið, sem er hendi næst til að reyna að hitta andstæðinginn einhversstaðar og einhvernveginn. Ég hefi líka hitt fyrir menn, sem alveg vafalaust hafa trú- að því. Já, ég hefi meira að segja heyrt því haldið fram af sögulærðum prófessor. Ég á við allt þetta tal og öll þessi skrif um kirkjuna eins og algjörlega aðgreinda og sjálfstæða stófnun í þjóð- félaginu, einskonar klíku, sem sérstaklega nú á tímum á að vera næsta máttfarin og svo að segja áhrifalaus. Helzt er henni kennt um það, sem illt er, af þessum mönnum. Það er t. d. ekki sjaldgæft að heyra henni bor- ið á brýn, að hún hafi fram á þennan dag staðið gegn öllu frelsi, og jafnvel framförum á andlegum og verkleg- um sviðum. Hún á að vera argasta íhaldsvígið í heiminum, aðeins til að loka augunum á fólki og gefa því inn ópíum. Ég nenni annars ekki að vera að telja upp neitt af þeim óteljandi vitleysum, sem lærðir og ólærðir hafa lát- ið sér um munn fara um kirkjuna fyr og síðar. Þær eru margar, hvort sem er eins og miður heilnæmt ryk, sem blær veruleikans blæs í burtu, eða eins og myrkur-grýlur, sem verða að engu i ljósi reynslunnar. Ég verð enn einu sinni að benda á þann mikla mis- skilning, að kirkjan sé eins og sakir standa, svo sérstæð og afmörkuð stofnun í þjóðfélaginu, að yfirleitt sé auðvelt

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.