Kirkjublað - 15.01.1934, Page 2

Kirkjublað - 15.01.1934, Page 2
14 KIRKJUBLAÐ að sækja hana til sakar. Þeir, sem hlaupa á því hundavaði í ályktunum sínum, sjá ekki annað í kirkjunni en þjóna hennar og forráðamenn — prestana, og gleyma því oftast nær, að þeir eiga sjaldan líka hinn sama dóm. Nei, sannleikurinn er sá, að þar sem svo hagar til eins og hjá oss, að frá því að kristni var lögtekin, hafa svo að segja állir þegnar þjóðfélagsins tilheyrt kirkjunni, þá er algjörlega ómögulegt að gera fullan greinarmun á kirkjunni og þjóðfélaginu. Það er ógerlegt, nema ef vera skyldi í alveg einstæðum tilfellum og það sárafáum, að segja, að kirkjan hafi ekki beint eða óbeint átt þátt í þeim viðburðum, sem nokkuð skifta þjóðfélagið að ráði. Áður en ég færi frekari sannanir fyrir þessu, finnst mér ég enn verða að hamra á nauðsyn þess, að safnaðar- vitundin vakni og 'aukist í landinu. Einstaklingarnir al- mennt verða að verða sér þess meðvitandi, að þeir eru meðlimir í kirkjufélagsskapnum. Menn og konur verða að skilja það, að annaðhvort eiga þau ekki heima í þeim félagsskap, eða þeim ber að vera áhugasöm og staríandi að því, er Öll mál kirkjunnar snertir. Fyr er ekki hægt að vænta bóta á því ófremdarástandi, sem nú ríkir og er flestum til angurs og mörgum til hneyxlunar. Vera má, að þeir hafi rétt fyrir sér, sem halda því fram, að til þess þurfi að skilja ríki og kirkju. Að minnsta kosti má alveg telja víst, að kirkjunni ríði lifið á, að fá meira sjálfforræði í löggjöf og fjármálum. Meðal annars myndu menn átta sig betur á, hvort þeir væru með kirkj- unni eða móti, ef þeir yrðu að jeggja ineira beint að mörkum til að halda henni. Og reynslan ber um það, að þeim, sem fórnuðu henni svo og svo miklu, varð hún sí' fellt kærari. Ekki er óhugsanlegt, að hvað snertir kirkjuskipunina, gætum vér lært einna mest af Finnum, ef litið ^er til ná- grannalanda vorra. Annars verður það efni, að bíða annar- af greinar. Og á meðan ekki fæst ráðin bót á þvi, verð- um vér að láta nægja að halda málinu yakandi og vekja sem flesta til nreðvitundar am skyldur sínar i söfnuðinum-

x

Kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.