Kirkjublað - 15.01.1934, Page 3

Kirkjublað - 15.01.1934, Page 3
KIRKJ' UBLAÐ 15 Og ég fyrir mitt leyti efa ekki að útbreytt kirkjublað og kirkjuþingshugmynd Gísla Sveinssonar sýslumanns mættu hér miklu um þoka. II Ég ætla nú að snúa mér að þvi, að reyna að berja niður þá meinloku, hjá hveijum sem hún er, að áhrif kirkj- unnar hafi verið og séu aðeins á vissum sviðum þjóðlífs- ins. Og gegnir auðvitað sama máli um ályktunina, sem af þessu er dregin, að með þvi að leggja niður kirkjuna, sem sýnilega og lögverndaða stofnun, sé svo að segja sam- stundis hægt að taka fyrir áhrif hennar, að sínu leyti eins og þegar vél er stöðvuð. Þetta er sannast að segja tóm vitleysa, hver sem kann að segja hana. Vér, sem nú lifum í landinu, allir sem einn, getum ekki fremur talað um kirkjuna eins og einhverja óviðkom- andi stofnun, en blómið fengi sagt það-um jarðveginn, sem það sprettur upp af, að hann komi því eiginlega ekk- ert við. Og þótt gert væti ráð fvrir þeim möguleika, að kirkjan væri afnumin að lögum og engir játuðu lengur kristna trú, myndi þjóðfélagið um ófyrirsjáanlega langan tima — já alveg til endaloka, bera merki um áhrif kirkj- unnar, enn frekar en eyðitúnið um áhrif ræktunarinnar. Vér skulum átta oss á þessum sannleika. Vér íslendingar höfum búið að kristninni'svo að segja jafnlengi og þjóð vor hefir verið til, flestar stórþjóðirnar í nágrenni voru miklu lengur, einstaka vestrænar þjóðir allt að helmingi lengur. Allan þennan tíma höfum vér Evrópu- menn nálega ekki haft af öðrum trúarbrögðum að segja né annari menning en þeirri, sem að mestu leyti er hreinn ávöxtur kristinnar trúar, því ég verð að taka það skýrt fram, að þeir, sem ætla sér að aðskilja trú og menning, hugsa sér jafn óframkvæmanlegt verk og að skilja stofn og grein- ar. Siðir og menning eru æfinlega sýnilegir og óhjákvæmi- legir ávextir trúarbragðanna. Þar sem vér höfum búið svo lengi að kristninni bæði

x

Kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.