Kirkjublað - 15.01.1934, Side 6

Kirkjublað - 15.01.1934, Side 6
18 KIRKJUBLAÐ að gera samanburð á þeim þjóðflokki, er einna m'lnnst hefir orðið fyrir kristnum áhrifum, og einhverri hinni kristnustu þjóð. Og ég er viss um að enginn dómbær maður dæmir kristnu þjóðina að baki hinni. Og enn mætti taka bezt kristna þjóð, og þá þjóð annarar trúar, er talin væri að standa fremst í þeim flokki, og enn er ég sannfærður um, að hinir hlutlausustu og óháðustu myndu vilja telja kristnu þjóðina standa framar hinni. En hér er ég raunar kominn að nýju atriði. III Sumir leitast við að verða eins frægir af fjarstæðum og hirðfífl af öllum sínum skrípalátum. Og sumir vilja ekki annað sjá né heyra, en eitthvað, sem þeir halda, að sé alveg nýtt af náfinni, en það gleypa þeir lika eins og fisk- ur flugu. En spakmælið segir, að ekkert sé nýtt undir sólunni. Og venjulega eru hinar »nýju kenningar« ekki annað, en gamalt vín á nýjum belgjum. Þeir, sem nú skrifa háðulegast um kirkjuna og áhrifa- leysi hennar, hafa sannarlega ekki fundið upp púðrið. Það hafa alltaf einhverjir látið svona um allan aldur. Og allir þessir menn hafa átt kirkjunni ómetanlega mikið að þakka. Hún hefir framar öllu,gert þá að mönnum. Og venjulega, ef ekki alltaf, hafa þeir flogið hæst á henn- ar fjöðrum. Satt að segja held ég, að þeir séu líka ákaflega fáir, sem í fullri meining og af fullu viti vilja öll áhrif kristn- innar úr sögunni, enda þykjast þeir flestir vilja halda siða- lærdómi hennar. En mér er spurn í því máli: Hvernig á að halda uppi húsinu með því að grafa undan því grunn- inn. Nú, sannast að segja hefir mér alltaf skilizt, að flestir þeirra, er harðast hafa hamast gegn kirkjunni, hafi i raun- inni þótzt harma, hve áhrifa Krists gætti lítið þrátt fyrir allt starf kirkjunnar á liðnum öldum. En hvert barnið ætti að sjá, að það er óneitanlega dálítið kátlegt, að vilja ein-

x

Kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.