Kirkjublað - 15.01.1934, Page 7

Kirkjublað - 15.01.1934, Page 7
KIRKJUBLAÐ 19 hverja stofnun feiga sakir þess harmsefnis, að hún hafi of litil áhrif, í stað þess að styðja að sigri hennar. Það er þessi misskilningur, sem ég er að vona að fari bráðum mikið að minnka. Ég er að vona, að karlar og konur út um allan heim, og þar á meðal til sjávar og sveita hér á landi, fari að átta sig á því, að þeim finnst verst, hvað þau sjálf og aðrir eru vankristin — hvað þjóð- iélagið er langt frá því að vera guðsríki. Og ég er að vona, að þeim fari að skiljast, að til endurbóta á því er ekki til annara að leita en þeirra sjálfra. Það er á því sem ég byggi trú mína á framtíð kirkj- unnar og vaxandi áhrifum hennar. Og svo framarlega sem mannkyninu á að fara fram en ekki aftur, mun sú trú rætast. Ég hefi stokkið hér stein af steini eins og verður að gera í blaðagrein. Ég hefi aðeins veríð að hnippa i kirkju- vini og reyna að koma hiki á suma, sem tala um áhrifa- ieysi kirkjunnar. Ég hefi ekki gefið mér rúm til að telja upp dæmi þess áhrifaleysis, eins og t. d. styrjaldir og siðleysi í kristn- áni löndum, til að rekja rætur þeirra hvers fyrir sig, og sýna, að þau eru aðeins vottur þess, að kirkjan á enn eftir óendanlegt hlutverk að vinna í þjónustu mannkynsins. Ég hefi ekki ætlað mér að hrósa því ástandi, sem er, þótt ég hafi orðið að skrifa nokkuð einhliða. En þrátt fyrir allt lofa ég guð fyrir að vera fæddur í kristnu landi. Og ég held því fram, að hvorki hinn sannkallaðasti trú- leysingi hér á landi, né hinn sjálfstæðasti heimspekingur ulfunnar, eða hinn hreinasti kommúnsti i Rússlandi — sem Sagt enginn fæddur og uppalinn í hinum svonefnda kristna heirni, geti frekar talað um kirkjuna sem óviðkomandi stofnun, en vér hver og einn getum neitað áhrifum mæðra vorra. Ef vér skiljum það, kunnum vér að sjá það líka, að kirkj- an á nokkuð mikið hjá oss. Og það er ekki oss til sæmd- 1

x

Kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.