Kirkjublað - 15.01.1934, Qupperneq 9

Kirkjublað - 15.01.1934, Qupperneq 9
KIRKJUBLAÐ 21 skreið upp úr kösinni, bar nokkuð við hið innra með hon- um, því að honum skildist allt í einu, að hann var tengd- ur sérhverjum öðrum lifandi manni, og átti hlut i sam- eiginlegu böli þeirra. Hann kom út úr þeim ógöngum sem bróðir sérhvers manns, og hefir lifað þannig síðan. Yfir- stéttarmaður fórst þann dag, og bróðir var borinn. »En«, sagði hann brosandi, »það kostaði slys að umskapa mig«. Ský óhamingjunnar kom yfir þau öll, og út úr þvi skýi talaði rödd. Jafnan síðan hefir Jesús fyllt sjónhring hans. Á LAUSUM BLÖÐUM. Sameiginlegur fundur iækna og presta. Manfred Björkvist skólastjóri í Sigtuna í Sviþjóð gekkst fyrir þvi í vetur, að haldinn væri sameiginlegur fundur lækna og presta, til þess að efla sam- vinnu milli þessara tveggja stétta, og ræða þau mál, er óhjákvæmi- lega eru þeim sameiginleg. Fundarmenn voru 150, og voru 40 læku- ar, en hitt allt prestar, nokkrir frá Noregi. Arne Fjellbu flutti þar tvo fyrirlestra um Sálfræði og sálgæzlu. Og gáfu þessi erindi tilefni til fjörugrar umræðu um samstarf presta og lækna. Þar var einnig staddur Dr. Schou yfirlæknir frá Danmörku og lagði góðdn skerf til þess að gera fundinn ánægjulegan og fræðandi. Voru allir sammála um það, sem fundinn sóttu, að fundurinn hefði tekizt ágætlega, og vænta rnenn þess, að þetta verði upphaf að meira samstarfi lækna og presta. Var ákveðið, að slikur fundur yrði aftur haldinn að tveinnir árum liðnuni. Norsk Kirkeblad og Kirke og Kultur benda á, að norska kirkjan muni geta lært af þessu dæmi Svia. Myndi það óhugsandi, að íslenzkir læknar og prestar gætu haldið slikan fund? Hin svonefnda »sálusorg« eða sálgæzla er frá öndverðu eitt af störfum prestanna. — A nútimamáli er það hlut- verk í jiví fólgið, að vera trúnaðarmaður safnaðarfólksins, vera sá ffiaður, er menn leita ráða hjá í raunum og innri baráttu, og leita huggunar hjá, þegar veikindi og vanda ber að höndum. — Ofýer •átið í veðri vaka, að þetta hlutverk sé nú ekki lengur rækt af Prestunum; fólkið sé hætt að leita til þeirra o. s. frv. En sannleikur- inn er nú sá, að enginn prestur kemst hjá því að inna slíkt hlut- verk af hendi að einhverju leyti. Vitanlega er það með öðrum hætti «ú á dögurn en áður fyrr. Og þetta eru mál, sem fremur öllu öðru gerast í kyrrþey. En islenzkir söfnuðir kunna að meta þetta starf,

x

Kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.