Kirkjublað - 15.01.1934, Síða 10

Kirkjublað - 15.01.1934, Síða 10
22 KIRKJUBLAÐ - - -.... S —-*----------------- það sanna þeir meðal annars með þvi, að vilja ekki láta fækka prestunum. Samt verður að játa, að all-verulegur hluti hins svo nefnda sálgæzlustarfs hafi flutzt frá prestunum yfir til læknanna, og er það eðlilegt og í fullu samræmi við þá staðreynd, að líkamleg vanheilsa er lang-algengasta orsökin til vandræða og vansælda ( manna hvern daginn sem líður, og er mæddum og kvíðandi sjúk- lingum ómetanlegur léttir að segja góðum lækni það, sem þeim liggur þungt á hjarta og ræða um það við hann. — En vandamálin eru margskonar, eitt er sjúkleiki líkamans, annað mpin andlega lífs- ins, og réttast er og hollast að jressar tvær stéttir skipti hér með sér verkum og hafi þekkingu og skilning á því, hvað er prestsins lilut- verk og meðfæri og hvað læknisins. Það er þetta, senr vakað hefir fyrir Manfred Björkvist, hinum ágæta manni, er hann efndi til áður nefnds fundar og er líklegt að slíkir fundir muni geta orðið til þess að lækna- og prestastéttin skilji og virði hvor annarar starf betur en oft hefir átt sér stað hingað til. Það má telja líklegt, að íslendingar verði ekki langt á eftir öðr- um jijóðum með að koma á samstarfi milli þessara stélta hér á landi. Prestastéttin hér á landi hefir aldrei verið neitt »afbrýðissöm« við lækna- stéttina, heldur hefir lnin kunnað að meta og virða ósérplægni, dugnað og þekkingu læknanna, og þá blessun, sem læknavísindin hafa flutt þjóðinni. Hinsvegar á læknastéttin á að skipa mörgurn, sem eru einlægir vinir kirkju og kristni og eru samstarfsmenn prestanna í héruðum sínum um ýmsa þá hluti, er efla heill einstaklinga og fé- lagsheilda. Væri rangt að dæma læknastéttina í heild eftir þvi, þótt einstök rödd úr þeim hópi hafi rætt af litlum skilningi um kirkju- mál. BÆKUR Sagan um San Michele eftir Axel Munthe, þýdd af Karli ís- feld og Haraldi Sigurðssyni, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar gaf út. — Það er gleðiefni, að þessi ágæta bók er komin út á ís- lenzku. Sagan um San Michele, — hinar skýru og lærdómsriku myndir úr lífi sænska læknisins Axel Munthe, — hefir allsstaðar vakið feikna eftirtekt. Höfundurinn fékk einstök tækifæri til að kynnast mannlífinu i mörgum myndum, þar sem hann var eftirsóttur læknir bæði í París og Róm, og í Neapel meðan kólera geysaði þar, og í Messina í jarðskjálftunum miklu. Margar lýsingarnar af atburðum og persónum eru framúrskarandi. Ýmist ljúkast upp fyrir manni leynd- armál lífsþreyttra auðkvenna, sem leita lækninga við einhverju, sem enginn veit hvað er, eða djúp örbirgðar og óbotnandi jiján- inga deyjandi öreigabarna í fátækrahverfunum, þegar farsóttir geisa-

x

Kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.