Kirkjublað - 15.01.1934, Side 11

Kirkjublað - 15.01.1934, Side 11
KIRKJUBLAÐ 23 Um skeið dvelur höf. í Lapplandi og varpar þá ljósi yfir lif og hug- niyndaheim hinnar barnslegu norrænu hirðingjaþjóðar. Síðan bregður hann sér í skyndi til Ítalíu og bregður upp ógleymanlegum mynd- um úr lífi suðræns alþýðufólks, sem lifir frá vöggu til grafar j ein- faldri kathólskri dýrlingatrú. Augu þessa manns nema ekki staðar við yfirborðið á neinum hlut. Hann hvessir sjónina, svo hann sér djúpt inn í sálir mannanna, sem hann lýsir, og ekki nóg með það: Dýrin, sem verða á vegi hans, skilur hann, og hann talar við þau eins og mennska menn. — Ást hans á hundum og fuglum er svo einlæg og hrein, að hann segir mönnunum ekki ósjaldan strið á hendur þeirra vegna. -v Enda kemur það í ljós í lok sögunnar, er hann lýsir sínu eigin mati á Ilfstarfi sínu, sem hann klæðir í skáld- legan búning gamalla kathólskra trúarhugmynda, — að það lið, er hann hefir léð dýrunum á lífsleiðinni, sættir hann við tilveruna og sýnir honum, að líf hans hafi verið einhvers virði. — Sögunni um San Michele verður ekki lýst, svo að neinu gagni geti komið. Eina leiðin til að vita hvað hún 'er og hvernig hún er, er að lesa hana. Ég held að enginn geti lesið þá bók, án þess að verða dálítið vitrari og betri við það. Útgefandinn, Pétur Halldórsson bóksali, á miklar þakkir skilið fyrir að ráðast í að kosta útgáfuna, og stúdentarnir, sem snéru henni á islenzku, hafa leyst hér vel af hendi vandasamt verk. Komi riki þitt. Fimm ræður eftir L. Ragaz, þýddar af Ásmundi Guðmundssyni háskólakennara, Árna Sigurðssyni fríkirkjupresti, Jakob Jónssyni presti og Ingimar Jónssyni skólastjóra. Bókmennta- félag Jafnaðarmanna gaf út. Sá, er þessar línur ritar, verður að játa, að hann opnar prédik- anásöfn oft með hálfum huga. Prédikanir eru sú tegund bók- 'nennta, sem segja nrá unr, að geti framar öllu öðru brugðið til beggja vona, þegar þær eru komnar á prent, og maður fer að lesa þær. Þær eru fyrst og fremst samdar i því skyni af höfundinum, að hann flytji þær sjálfur og komi sjálfur í eigin persónu með þær fram jyrir áheyrendur. Og prédikun, sem getur hrifið mann og haft hjúp áhrif á mann, þegar svo er ástatt, getur orðið næsta jninn og úhrifalítil, þegar maður fer að lesa hana á prenti, og því fremur ef e*n ræðan er lesin eftir aðra, — heil bók spjaldanna á milli. — En l>eim manni má vera undarlega farið, sem leiðist að lesa þessa bók. Þessar fimm ræður eru hver annari snjallari, og þýðendunum hefir fekizt að klæða ]>ær íslenzkum búningi, sem er þeim samboðinn. — Prédikanirnar snerta þjóðfélagsmál. Ragaz prófessor, er einn þeirra dtánna, sem lítur á sósíalismann sem rökrétta niðurstöðu kristinnar fffsskoðunar. Réttlæti, bræðralag, samhjálp og eining eru aðals- drerki kristins þjóðféiags, og sósíalisminn er i hugsjón sinni sú stefna aé hans dómi, sem keppir að því að glæða þessar dygðir hjá Wóðunum og láta þær gagnsýra löggjöf og skipulag rikja. — Meg-

x

Kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.