Kirkjublað - 15.01.1934, Side 12
24
KIRKJUBLAÐ
inkjarninn í boðskap hans er sá, að fyrst af öllu beri að útbreiða
guðsríki á jörðinni og fylla þetta líf kristnum anda, hvað sem öðru
líður. Hann er fullur sárum harmi hins eldheila umbótamanns yfir
þvi, hve mörgum meinum á sviði hinnar félagslegu sambúðar mann-
anna sé leyft að haldast við. Hann boðar ragnarök þess þjóðskipu-
lags, sem nú ríkir, en væntir í staðinn, fyrir áhrif sósíalismans, skipu-
lags, þar sem bræðralagið ríkir en sérhagsmunir einstaklinganna-
vikja. —
Það er einhver djörf og hressandi hugsun á hverri einustu blað-
siðu í þessari bók. Of oft heyrir maður talað um kristna lífsskoðun
eins og hún sé eitthvað svo brothætt og fíngert, að ekki sé vog-
andi að snerta með henni lifið sjálft. Synd væri að segja, að Ra-
gaz sé hræddur við það! — Annað mál er það, og um það verða'
menn að mynda sér skoðanir sjálfir, eftir því, sem þeir hafa vit á,
hvort tillögur sósíalista hafi í sér fólgnar lausnir jjjóðfélagsvanda-
málanna eða ekki, hvort sósíalisminn sé í rauninni jafnaðarstefna.—
Og enn annað mál er það, hvort ekki sé i rauninni sama í megin-
atriðunum, hvað umbótastefna kallar sig, ef hún er sönn umbóta-
stefna, ef viðieitni hennar miðar að því að gera mennina alla betrí
og sælli, ef andi hennar og afrek eru afdráttarlaus kristindómur,
en ekki skartflikur valdbiðla til þess að skýla andlegri nekt sinni.—
Það verður að játa, þótt sorglegt sé og skammarlegt, að svo er
nú komið fyrir miklum hluta þessarar þjóðar, að menn le§a ekki
neitt það, sem hefir á sér á einhvern hátt stimpil annara stjórn-
málaflokka en þeirra eigin, og ef þeir lesa það, þá gera þeir það
með hugann svo þarmafullan af flokksúlfúð og hleypidómum, að verr
er lesið en ólesið. Svo megn er hann oi;ðinn sá andlegi nirfilshátt-
ur, sá skoðanalegi kotungsskapur, sem litilmannleg stjórnmálabar-
átta hefir vanið menn á, að allt er vegið á pólitíska búrvigt. — Eiga
þar menn af öllum flokkum óskilið mál. — En illt væri til þess að
vita, ef þannig yrði farið með þessa bók. Nei, ræðurnar eftir Ragaz
ættu aliir að lesa, hvað sem öllum pólitísltum áttavitum líður, oger
það spá mín að svo verði.
Frk. Ingibjörg Ólafsson ritstjóri Dansk-Islansk Kirkesag er bú-
sett í London og skrifar 1. jan. meðal annars: »í gærkveldi kl.
heyrði ég til útvarpsins í Reykjavík — get ekki heyrt neitt fyr en
Luxemburg hefir lokað. — Ég heyrði glöggt sálminn »Nú árið er
liðið í aldanna skaut« og svo dómkirkjuklukkurnar hríngja nýja ár--
ið inn. Það var mjög hátíðlegt og hrífandú.