Kirkjublað - 15.06.1934, Blaðsíða 8

Kirkjublað - 15.06.1934, Blaðsíða 8
168 KIRKJUBLAÐ Hinn fasti kjarni efnisins er því ekki meiri í hlutfalli við rúmtak þess, en hnettirnir í himingeimnum í hlut- falli við rúmtak það, sem sólkerfin ná yfir. Hve óend- anlega lítið brot af rúmtaki hins fasta efnis, trésins, steinsins, líkama mannsins, er í rauninni fastur kjarni. Með tilliti til þess verður skiljanlegt, að til eru geislar, sem geta komizt í gegnum jafnvel hið þéttasta efni. En lítum nánar á rafeindirnar og kjarnann í ódeil- inu. Eftir því sem vísindin hafa komizt næst, er hvort- tveggja ,,aðeins“ raforka, jákvæð í kjarnanum, neikvæð í rafeindunum, er öllu heldur í samræmi fyrir samdrátt sinn. Þannig er allt efnið orka í vissri mynd/misjafnlega sterk og skipað niður í mismunandi, reglubundin kerfi. Hinn fasti kjarni alls efnis er orkan, bundin í þessi vissu kerfi, sem vér köllum ódeili. IV. En nú opnast nýr heimur. Þegar hér er komið sögu, fer oss að óra fyrir skyldleika efnis og anda. Efnið ér orka, andinn er orka. í efninu er orkan bundin, orka andans er hin frjálsa Jífsorka. Hvort er þá langærra, efni eða andi? Allt, sem bundið er, verður leyst fyrr eða síðar. Efni hrynja, en upp af þeim rísa ný efni: ný orkusambönd, alveg eins og sólkerfin kvikna, deyja út og blossa upp á ný. Til þess að leysa orku efnisins úr læð- ingi, þarf lífsorku. Hin bundna orka efnisins þarf að leys- ast af hinni frjálsu lífsorku andans, til þess að geta geng- ið í þjónustu lífsins. Þetta gerist, þegar jurtirnar breyta ólífrænum efnum í lífræn, en á þeirri starfsemi þeirra byggist síðan allt æðra líf á jörðu. Undirstraumur alls er hinn sami: hin guðlega, skapandi orka, sem býr í öll- um hlutum, lifandi sem dauðum. En lífsmátturinn held- ur ekki efninu í hinu frjálsa, lífræna ástandi nema um stund; innan skamms skilur andinn við efnið, og það hrynur aftur saman og lykst í fjötra dauðans. Eingöngu meðan lífsandinn fyllir efnið og tekur það í þjónustu sína, losnar það úr dróma hinnar dauðu náttúru. En

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.