Kirkjublað - 15.06.1934, Blaðsíða 16

Kirkjublað - 15.06.1934, Blaðsíða 16
176 KIRKJUBLAÐ láta menn þessa dagana fé af hendi rakna til aS bæta hinu bágstadda fólki skaðann, sem jarÖskjálftinn olli. Slíkir, atburðir eru lærclómsríJcir, ocj þeir eiga að auka Jijá Jiverjum íslending bjartsýni á þjóð sína, traust til þeirrar góðvildar, sem er raunverulega ríkjandi i Jijört- um íslenzks almennings, og traust til þess máttar til góðra afreka, sem þjóðin á, þegar hún er samhent og veit, Jivað Jiún vill. Álfkonan í þjóðsögunni leitaði kynningar húsfreyju, með því að reyna greiðasemi hennar. Sú yfirlætislausa fórn, sem húsfreyja færði hinni ókunnu draumkonu, var upphaf gæfuríkra umskipta í lífi hennar. — Af þessu má einnig læra nokkuð. — Að njóta góðs af öðrum, getur oft aukið trú manna á lífið, en sá, er fært hefir af góðum hug fórn öðrum til heilla, hefir sjálfur vaxið við, og á meira eftir af þeirri bjart- sýni, er fyllir lífið gæfu. Frá höfði fiskjarins má rekja í þjóðsögunni óslitinn þráð yfir í smyrslabaukinn, því gott hjarta gerir augun skyggn á fegurð og fögnuð lífsins. Sú þjóð, sem byggir í ráðstöfunum sínum öllum á beztu öflunum í brjósti hvers manns, er á gæfubraut. Traust og vongleði eru lífdögg og endurnæring sérhverri góðri viðleitni, en bölhyggjan læsir lífið í dróma. Með bjartsýnum augum og vonglöðum hug mun þessi þjóð hljóta vaxandi gæfu.

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.