Kirkjublað - 15.06.1934, Blaðsíða 4

Kirkjublað - 15.06.1934, Blaðsíða 4
164 KIRKJUBLAÐ Séra Davíð Guðmundsson kvæntist 19. júní 1860 Sigríði Ólafsdóttur timburmeistara Briem á Grund í Eyjafirði. Var það frábær kona, glæsileg í sjón og raun. Hún andaðist á Hofi 2. nóv. 1920 í hárri elli, virt og elskuð af öllum. Þeim hjónum varð 14 barna auðið, en aðeins 5 komust úr æsku: 1. Ólafur, f. 26. febr. 1862, fræðimaðurinn alkunni, drukknaði í Hörgá 6. sept. 1903. 2. Ragnheiður, f. 23. nóv. 1864, átti Stefán alþingis- mann í Fagraskógi Stefánsson prests Árnasonar, er fyrr gétur. Meðal barna þeirra er Davíð skáld. 3. Guðmundur, f. 22. jan. 1866, hreppstjóri á Hraun- um í Fljótum, kvæntur Ólöfu Einarsdóttur, bónda á Hraunum, Guðmundssonar. 4. Valgerður, f. 4. nóv. 1874, og 5. Hannes, f. 4'. nóv. 1884, er búa saman á Hofi, föð- urleifð sinni. Sunnudaginn 17. júní er ákveðið, að aldarafmælis séra Davíðs verði minnst við opinbera guðsþjónustu í hinni gömlu kirkju hans að Möðruvöllum. Með því vilja söfnuðirnir, sem lengst nutu hins blessunarríka starfs hans, votta viðurkenning sína og þökk. Því enda þótt nú séu bráðum liðnir þrír tugir vetra frá andláti „prófasts- ins á Hofi“, skyggir'enn ekkert á minningu hans ,,í hug- túnum fólksins, sem var í hans sveit“. Slík eru laun trúrrar þjónustu góðra manna. Möðruvöllum í Hörgárdal, á Dýradag 1934. Sigur&ur Stefánsson.

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.