Ljósvakinn - 01.10.1922, Blaðsíða 6
6
LJÓSVAKINN
hurðina, þá mátti sjá, að herbergið var
skreytt og svo hreint, að hvergi sást
hin minsti vottur óhreininda.
Þær gengu nú inn einkar hljóðlega
og voru mjög klökkar.
Nálægt glugganum lá sofandi barn í
litlu rúmi, 10 ára gamalt, að því er
virtist, frítt, en fölt og magurt og var
auðséð, að það hafði eigi fengið að
njóta útilofts né útileikja um langan
tíma, eins og heilbrigð börn á sama
aldri.
»í>etta er hún Zarita, litla dóttir min«,
sagði frú Brooks og var sorgarhreimur
í röddinni.
»Dóttir yðar!« hrópaði frú L. upp
yfir sig. »Ég sem hélt, að þú ættir enga
dóttir. Gengur eitthvað að henni? Hún
er svo veikluleg«.
»Já. Ég ætla að segja þér frá henní.
Hún er fædd í Afriku og þess vegna
gaf ég henni þetta nafn, það er afrik-
anskt. Þegar hún var kornung, þá voru
börnin þar syðra einu sinni að hjálpa
henni til að klifra í trjánum. Hún
meiddist i bakinu og það var að eins
með nákvæmustu hjúkrun að hægt var
að halda í henni lífinu. Læknirinn segir
mér að hún verði að liggja í rúminu
alla æfi. Þess vegna hefi óg reynt að
gera þetta herbergi svo frítl og skemti-
legt eins og mér er unt handa henni.
Hún er mjög gefin fyrir bækur og líð-
ur aldrei betur en þegar ég skil hana
eftir hjá heilli hrúgu af bókum. Af því
er hægt að skilja hvers vegna ég get
verið svo mikið úti«.
»Veslings, blessað barnið«, sagði frú
L. og komst mjög við af þessari rauna-
sögu. »En frú Br. hvernig farið þér að
vera svona björt og glöð i bragði, þar
sem þér hafið alla tíð svona þunga raun
á hjarta«.
»Það er ekki nema að eins eilt, sem
hjálpar mér«, svaraði frú Br. »Auðvitað
tek ég mér það ósköp nærri, að vesl-
ings barnið skuli vera svona sorglega á
sig komið, en þó er það eitt, sem gleð-
ur mig«,
»Hvað er það? Haldið þér, að henni
muni batna, þrátt fyrir það, sem lækn-
irinn segir?«
»Nei, en það er þetta: Ég held, eins
og ég drap á við yður hérna um kvöld-
ið, að Jesús komi bráðum til jarðar-
innar í dýrð sinni og þá verði mín
elskuð Zarita aftur heil heilsu. Því að
svo er ritað í spádómsbók Jesaja:
»Þá mun hinn halti hlaupa eins og
hjörtur og tunga hins mállausa syngja,
þá mun opnast augu hins blinda og
eyru hins blinda uppljúkast«. Ó, Zarita
verður þá glöð og »hleypur eins og
lind eftir það er hún hefir legið svona
grafkyr í rúminu árum saman«.
Ó, hvað ég hlakka til að sjá hana
gera það. Og Guði séu þakkir, þess
verður ekki svo langt að bíða«.
»Trúið þér því í raun og veru að Jesús
muni bráðum koma? Eins og þér vit-
ið, þá þrái eg líka þann dag, því að þá
fæ ég að sjá elsku manninn minn aftur.
Hvað eigið þér við með »bráðum?«
Hversu bráðlega kemur hann?«
»Það er auðvitað ekki mitt að ákveða
daginn og stundina fyrir endurkomu
hans. Ég kemst ekki lengra en Guð
hefir sjálfur opinberað, en ég veit af
því, sem hann hefir sagt í orði sínu,
að það er nú þegar skamt til endur-
komu hans«.
»Segið þér mér, hvað hefir leitt yður
til að trúa þvf«, sagði frú L. með ákefð.
»Það vel ég glöð gera, við ættum að
eins ekki að tala hérna lengur, því að
við kynnum að vekja Zaritu. Eigum við