Ljósvakinn - 01.01.1923, Blaðsíða 2

Ljósvakinn - 01.01.1923, Blaðsíða 2
26 LJÓSVAKÍNN lesum vér aftur: »Vér vitum að vér er- um komnir yfir frá dauðanum til lífs- ins, af því að vér elskum bræðurna, Sá, sem ekki elskar er áfram i dauð- anum«. 1. Jóh. 3, 14. En hvernig eigum vér að sýna að vér höfum kærleika til bræðra vorra? »Börnin mín, elskum ekki með orði og ekki heldur með tungu, heldur í verki og sannleika«. 18. vers. En sá, sem hefir heimsins gæði og horfir á bróður sinn vera þurfandi og afturlykur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kær- leikur til Guðs v<;rið stöðugur í hon- um?« 17. vers. Góðgerðasemi við alla menn og einkum við trúbræður sína er það merki sem sannar oss að vér höf- um eilíft líf. »Pér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð«. 1. Jóh. 4, 7. Hjálp i hverri þraut. Vér lifum í heimi þjáninganna. Sorg og armæða mætir oss hvervetna á leið- inni til hins himneska heimkynnis. En margir gera byrði lífsins helmingi þyngri með því, að búast alt af við illu einu. Ef þeir verða fyrir vonbrigðum, balda þeir að öll von sé úti og að kjör þeirra séu verri en allra annara. Með slíku sýkja þeir líf sitt og varpa skugga á leið samvistarmanna sinna. En þannig þarf það ekki að vera. Það þarf kjark og þrautseigju til að gerbreyta hugsun- arhættinum, en mögulegt er það. Hamingjan er komin undir bjartsýni á lífinu, vér verðum að forðast bölsýni, forðast ímyndaðar skuggahliðar lífsins, en reyna að koma auga á sólargeislana, sem Drottinn hefir stráð á leið vora í þessu lífi, og gleðja oss i voninni um betra líf. Drottinn hefir séð oss fyrir hjálp í hverri þraut. F*egar ísraelsmenn komu til Mara og fundu að vatnið var svo beiskt, að ekki var hægt að drekka það, hrópaði Móses til Drottins. Drott- inn framleiddi ekki nýlt drykkjarvatn, en kendi þeim að nota það, sem var við hendina. Móses átti að kasta tré nokkru í vatnið og varð það þá sætt. Síðan drakk fólkið af því og svalaði þorsta sínum. Kristur mun hjálpa oss í hverri þraul, ef vér að eins leitum hans. Augu vor munu opnast, svo vér sjáum, hvernig hann i orði sínu hefir heitið oss bæði líkamlegri og andlegri beilsubót. Hei- lagur andi mun kenna oss hvernig vér eigum að tileinka oss þær velgerðir, sem ættu að nægja til þess, að forða oss frá að mögla. Finnist oss drykkurinn beiskur í bikar vorum, hefir Drottinn til tré, sem getur gert hann sætan. Vjer megum ekki láta hugfallast þólt óvæn- lega áhorfist, ekki leggja árar í bát þó sóknin sé erfið. »Leyti hann hælis bjá mér«, segir hinn almáttugi »geri frið við mig, geri frið við mig«. Sá sem leitast við að þjóna Drottni og felur honum vegu sína í trú og trausti, mun aldrei komast i þær kring- umstæður, að Drottinn hafi ekki séð honum fyrir útgöngudyrum. Hvernig sem högum vorum kann að vera hátt- að, höfum vér leiðtoga, sem mun ryðja brautina fyrir oss og leiða oss sér við hönd, ef vér bara ekki höfnum aðstoð hans. Séum vér i vanda staddir og vit- um ekki hvernig ráða skal fram úr þessu eða hinu, er mælir oss, þá höf- um vér alvisan ráðgjafa. Verðum vér

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.