Ljósvakinn - 01.01.1923, Blaðsíða 5

Ljósvakinn - 01.01.1923, Blaðsíða 5
LJÓSVAKINN 29 og laðar manninn til þess, sem honum er eðlilegt, er ekki frá Guði, heldur heiminum. Sá, sem . elskar þá hluti er ókunnur kærleika föðursins; sá kær- leikur sem er hjá Guði, er ekki hjá slikum mauni, og það sein slíkur mað- ur elskar er annarlegt fyrir Guði. Ef einhver elskar hið jarðneska, þá er það af því að hann er sjálfur jarðneskur. Hér hefir þú,^ lesari góður, prófstein, sem þú getur reynt sjálfan þig með, hvort þú ert frá Guði eða af heiminum. Elskar þú það, sem er göfugt og gott? Viltu helzt hafa hugann við það, sem er háleitt og hreint? Eða viltu heldur hafa hugann við hið jarðneska og lága? Geðjast þér betur að láta hugann hvarfla um hið fánýta og hégómlega, hið ó- hreina og skilvitlega ? Ungi vinur. í hverju lifir þú? Er það fýsn augna og holdsins og auðæfa-oflæti, sem þér geðj- ast bezt, sem laðar þig helzt að sér? Elskar þú heiminn og þá hluti, sem eru í og af heiminum? eða ertu einn 3f hinum sælu, sem altaf leita Guðs víkis og hans réttlætis. Er vilji Guðs þin gleði og yndi eða eru það aðrir hlutir, sem þú metur meira? Berstu karlmannlega gegn hinu illa, sem er í hjarta þínu og vinnur þú daglega sigur nieð krafti Guðs og ástúð? þessar og þvílíkar spurningar hefir þú ef tilvill heyrt mörgum sinnum. Þær hafa ef til vill við og við komið upp í hjarta þínu. En hefirðu íhugað, hve víðtækar þær eru og þýðingarmiklar fyrir sjálfan þig? Jarðnesk gæfa þín og órlög eru undir því komin, hvernig þú getur svarað þessum spurningum. Þú getur vísað þeim frá þér i dag og á toorgun, þennan mánuðinu og þetta arið, já, alla æfi. (Þó enginn reyndar viti, hvort hann lifir af næstu nótt). En þú kemst ekki fram hjá þeim og öðrum enn þyngri prófspurningum síð- ar, þó ekki verði fyr en á degi dóms- ins, er þú skalt gera reikningsskil fyrir öllu lífi þínu. Fresta því ekki að hugsa urn þetta, þangað til það er orðið of seint. Elskir þú það, sem heyrir til Guðs ríki, þá elskar þú það, sem mun vara að eilífu; en elskir þú heiminn, þá heldur þú í það sem fyrirferst, því að »heimurinn fyrirferst og lyst hans«. En þegar hann ferst, þá munu allir þeir. sem eru honum hjartbundnir farast með honum. Sá einn, »sem gerir vilja Guðs«, varir að eilífu. Hann hefir lífið, eilífa lifið, og mun, ef hann er stöðugur í hinu góða, verða íklæddur óforgengi- legleikanum á hinum mikla degi. Þegar alt hið jarðneska er að hruni komið, leysist sundur og hverfur, þá munu þeir, sem »gera Guðs vilja«, vara að eilífu. Pessvegna megum vér ekki láta neitt hér á jörðu lokka oss út á veg spillingar og glötunar. Munum eftir því, að fýsn holdsins og fýsn augnanua — alt sem freistar og dregur að sjer hið náttúrlega hjarta, varir eigi nema stutta stund. Það sem talar svo ginnandi í dag og er svo freistandi, ber á morgun vitni um, hversu hverfult það er. Það sem nú sýnist vera svo stórt og dýr- legt, hverfur innan skamms eins og ann- að hjóm. Því að »alt hið jarðneska visn- ar og verður að mold« — tómleiki og ekkert annað. Er þetta ekki satt? Virtu fyrir þér eitthvað af þeim mikilleik, sem heim- urinn hrósar sér af. Hvar eru nú mennirnir, sem fyrrum voru svo vold- ugir, og virtust ósigrandi og allar þjóðir titruðu fyrir orðum þeirra? Hvað öðl- uðust þeir mikla gleði og hamingju

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.