Ljósvakinn - 01.01.1923, Síða 8
32
LJÓSVAKINN
og aldrei aftur skilja.
Þar ekkert tár og engin sorg
en eilíf gleði í lífsins borg,
þá skiljum við Guðs vilja.
Lag: Sofðu vært hinn síðsta blund.
Ó, hve sár var sorgarfrétt,
þú ert lagður lágt í moldu,
lengur sést ei otar foldu;
dauðans hönd var hér útrétt.
Dauðinn heimtar herfang sitt;
lífið enginn lamar kraftur
lífs á heiðum morgni aftur
ljómar sól við leiðið þitt.
Þótt oss finnist sárt að sjá,
hörðum dróma heljar vafinn,
hjartans vin á burtu farinn,
vonin lifir helg og há.
Trúin ljær oss Ijós og von,
að við sjáumst lífs á landi,
lifið hvar er ótæmandi,
fyrir Guðs hinn góða son.
Þú varst öllum yndi og Ijós,
Þeim er návist þinnar nutu
þræddir lífsins beina götu,
þó að stingi þyrnirós.
Yfirlætislaus þú varst,
göfugt hjarta gott þú áttir,
ganga brautu krossins máttir,
sjúkdómsbölið sárt þú barst.
Pó að sért oss farinn fjær,
kvaddur heilum tregatárum,
timans slitið samvists árum,
lifir minning ljúf og kær.
Frá kunningja hins láina,
Kristindómur er líf,
Sannur kristindómur er ekki einungis
lærdómur, heldur er hann einnig líf —
hann er vald. Hann er máttur, sem
leiðir manninn í samfélag við Guð —
já, kristindómurinn er samfélag við Guð.
Hann lyftir manninum upp til hins
æðsta og hreinasta lífernis.
Kristindómurinn verður auðvitað að
hafa í sér fólgna kenningu — kenningu
biblíunnar — annars hefði maður enga
reglu fyrir lífið, en það hjálpar ekki nein-
um, þótt kenningin standi að eins í bók-
inni, hún verður að komast inn í hugs-
unina svo að hún geti stjórnað henni,
þá verður kenningin líf i manninum —
vald til að sigra syndina í öllum henn-
ar myndum. Að opna sál sína algerlega
fyrir kenningu biblíunnar, er að opna
lijarta sitt fyrir friðinum og gleðinni inn
i sitt eigið hjarta, það er að lifa lífi
sínu í þolinmæði, miskunnsemi, gæsku,
trúfesti, hógværð og bindindi.
Reynir þú, kæri vinur, að láta Guðs
orð ná stjórn yfir hugsun þinni, eða
setur þú þig sem dómara yfir það, sem
er að verða algengara og algengara nú
á vorum dögum. Rú tapar ósegjanlega
miklu við að hirða ekki um sannleika
vorra tíma, til að fylgja þínum eigin
áðurfengnu hugmyndum. Fel þig alger-
lega í Guðs hönd, hvernig svo sem út-
litið í tímanlegum efnum er, og þú
munt komast að raun um, að Drottinn
mun vera þín stoð á hentugum tíma.
Leitaðu hinnar sönnu kenningar og lát
hana vera þitt líf.
M. S. n.