Ljósvakinn - 01.01.1923, Blaðsíða 11

Ljósvakinn - 01.01.1923, Blaðsíða 11
LJÓSVAKINN 35 og láta visku hans glepja sér sýn. Goethe komst vel að orði er hann segir: »Að vita það, að maður má trúa, er takmark viskunnar«. Til að bæta böl synda og sorga þarf ekki mannlegt hyggjuvit eða heimspeki, heldur hjálp frá Guði. Vér verðum að trúa á per- sónulegan Guð — trúa því að hann einn geti þerrað livert tár, og grætt hvert sár. Maðurinn verður að öðlast kraft frá hæðum áður en hann getur lifað heilögu líferni. Drottinn er fús að að umskapa oss; því hann segir: »Ög eg mun gefa yður nýtt hjarta, og eg mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarla af holdi. Og eg mun leggja yður anda minn í brjóst, og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setn- inga mína og breytið eftir þeim«. Ez. 36, 26, 27. Þegar Droltinn segir: »Eg mun«, er oss þá ekki óhætt, að fela honum vegu vora? Mátturinn og valdið er hjá Kristi; hann vill gera oss að Guðsbörnum, og það stendur ekki í annara valdi. En margir misskilja trúna og villast frá Kristi. Ó, að mennirnir vildu kann- ast við vanmált sinn og byggja traust sitt á Kristi. Vér sjáum af Postulas. 10, 38 hvernig hann gekk um kring, gerði gott og græddi alla, sem af djöfl- inum voru undirokaðir, er hann var hér á jörðinni. Skildi hann vera van- máttugri nú? Látum osstrúa þessum orðum: ^Þann, sem til mín kemur mun eg alls ekki burt reka«. Jóh. 6, 37. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um ald- ir«. Hebr. 13, 8. Hann er það eina, sem hjálpar er af að vænta. Einnig í dag býður hann öllum: »Komið til mín, allir þér, sem þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvild«. Matt. 11, 28. Við sérhvert fótmál hér í lifinu, get- um vér þreifað á kærleika Guðs«. Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans ekki svo þykt, að hann heyri ekki«. Es. 59, 1. Festum traust vort á honum. Hann þráir að veita oss hamingjuna. Falskrattaverk. Vér lifum á breytilegum tímurn. t*að eru síðustu tímar í sögu þessa heims. Vér erum komnir að takmörkum hins ævarandi heims, þegar hinn mikli dag- ur Drottins upp rennur. Hin síðasta barátta milli hins vonda og góða er skamt framundan. Satan leiðir fram her sinn til hins síðasta striðs. »Hinn gamli höggormur, sem kallast djöfull og Satan, er afvegaleiðir alla heims- bygðina, hefir aldrei verið ákafari að verki en hann er nú. Hann er stiginn niður í wmiklum móð, því að hann veil að liann hefir nauman tíma«. Hann mun beita allri sinni kænsku til að af- vegaleiða á hinum síðustu dögum. Afuegaleiða útualda e/ möyulegt uœri. (Jm þetta lesum vér: »Því að upp munu rísa falskristar og fallsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur, til þess að leiða í villu, ef verða mætti jafnvel útvalda«, (Matt. 24, 24.). Sam- hengið hér sýnir, að þetla er sagt um síðasla kafla hins kristna tímabils. Orðin segja greinilega að allir nema hinir út- völdu muni verða afvegaleiddir. En hverjir eru hinir »útvöldu«. t*að eru þeir, sem hafa fyllilega veitt mót-

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.