Ljósvakinn - 01.01.1923, Qupperneq 16
40
LJÓSVAKINN
við sama og vér með stjörnuhrapi, það
hafi verið hnattabrot eða loftsteinar,
þjótandi niður til jarðar.
Þessi spá rættist fyllilega. í nóvember
1799 féll stjörnuskúr yflr mikinn hluta
Suður-Ameríku.
Árið 1833 féll önnur stjörnuskúrin,
er sást á miklum meiri hluta jarðar og
árið 1866 féll hin þriðja; en langmest
var sú í miðið. Menn, sem sáu hana,
segja að hún hafi verið fjarska tignar-
leg og stórfeld sjón. — Eg skal nú lesa
fyrir þig það, sem nokkrir þessara sjón-
arvotta hafa frá henni sagt. í »Himin-
landfræðí« Burritt’s er svolátandi grein,
sem kom út árið 1833:
»í Bandnríkjunum voru menn hvar-
vetna sjónarvottar að hinu stórfeldasta
stjörnuhrapi, sem sögur fara af morg-
uninn 13. nóv. 1833. Eigi vita menn
fyrir vist á hve stóru svæði það hefir
gert vart við sig, en það féll yfir mikinn
meiri hluta jarðar«.
Aðrir lýsa sama atburði á þessa leið:
Nóttina 12.—13. nóv. 1833 féll steypi-
skúr af stjörnum niður til jarðar. Áköf-
ust voru stjörnuhröpin í Norður-Amer-
íku, þangað til dagsljósinu tókst að gera
enda á þeirri sýningu. Allur himininn
var í einum ljóma af skínandi eldhnött-
um. Mergð stjörnugneistanna var í Bost-
on talin vera í hálfgildi við snjókorna-
fjölda í meðal-snjódrífu. En fyrst er
stjörnuskúrin skall á og var áköfust,
þá gat engin tölu á komið stjörnuhröp-
in, en þegar úr fór að draga, þá tald-
ist svo til að 240,000 hefðu sésl á þeim
9 klukkustundum, sem þau voru að
falla alls, með þvi að taka meðaltal
með samanburði við þau sem talin
urðu« (»Stjörnufræði 19. aldar«, Clerke).
Hvernig geðjast þér að Kristi?
Kristinn Hindúi nokkur var í háöi spurð-
ur af dómsmálaritara að þvi, livernig hann
vissi hvort kristindómurinn væri betri en
heiðnin.
»Pegar ég ber á borð fyrir yður tvenns-
konar ávexti, hvernig getið þér þá vitað hver
þeirra er betri?«
»Auðvitað með þvi að smakka á þeim«.
»Rélt, og einmitt af því að ég hefi bragðað
á, veit ég það sem ég veit; því að ég var
hciðingi, og nú er ég kristinn. Bragðið einn-
ig á, og komist að raun um, hvort betra er«.
Pegar menn hafna sannleikanum, hafna
þeir höfundi hans; þegar menn fótum troða
lögmál Guðs, neita þeir guðdómi löggjafans.
Vér ættum aldrei að skammast vor fyrir
að viðurkenna ávírðingar vorar, því að í
raun og veru gefum vér þar með að eins
það til kynna, að vér séum orðnir hyggnari
en vér höfum verið áður.
Einstök góð verk eða ill, leiða ekki skap-
ferlið í Ijós, heldur orð þau og alhafnir sem
orðnar eru að vana.
Hinir, syndlausu englar hafa á hendi það
starf, er sjálfselskufullum hjörtum mundi
þykja niðurlægjandi þjónusta, en það er að
þjóna þeim, sem aumir eru og standa öðr-
um að baki að gáfum og metorðum.
LJÓS FAKINN,
málgagn S. D. Aðventista, kemur út
einu sinni í mánuði. — Kostar kr. 2,75
árgangurinn. — Gjalddagi 15. okt. og
fyrirfram. — Útg.: Trúboðsstarf S. D.
Aðventista. — Ritstjóri: O. J. Olsen.
Sími 899. Pósth. 262. — Afgreiðslum.:
J. G. Jónsson, Ingólfsstr. 21 B.
Prentsmiðjan Gutenberg.