Ljósvakinn - 01.01.1924, Síða 2
2
LJÓSVAKINN
sem af vana hafa haldið sig vera ör-
ugga fyrir langan tíma, eru nú byrjaðir
að sjá, að þeir eru í hættu staddir og
þeir óttast komandi óhamingju, enda
þótt hún sé ef til vill ekki fyrirsjáanleg.
Vér höfum hugsað oss heim, sem er
með öllu ólíkur þeim heimi er vér
hugðum að vér hefðum framundan.
Vér héldum að vér værum að reisa oss
það, sem hefði traustan grundvöll, eitt-
hvað, sem vér gætum leitt til fullkomn-
unar. Vér spyrjum og það af eðlilegum
ástæðum: »Hvað heíir orðið úr þessum
draumi?c<
Pannig fórust höfundinum orð. Vér
endurtökum það, sem vér þegar höfum
sagt, að núverandi ástand heimsins gef-
ur til kynna að koma Krist er fyrir
höndum. Athugið eftirfarandi atriði:
1. Samkvæmt Heilagri ritningu skyldu
hinir síðustu dagar meðal annars
þekkjast á því, að margir mundu
prédika um frið á jörðu, og slíkar
ræður heyrum vér nú á tímum
þrátt fyrir allan óróann (Es. 2,
1.—8.).
2. Heilög ritning kennir, að í staðinn
fyrir að þessar friðarprédikanir verði
að raunveruleika i lífi fólksins,
muni á sama tíma verða öflugur
undir búningur undir stríð og að
þessi undirbúningur skuli vera
merki þess, að endurkoma Krists
er í nánd (Jóel 3, 14.—21.).
3. Kristur sagði að hinir síðustu dag-
ar mundu verða líkir dögum Lots
og Nóa, en einkenni þeirra daga
var óhóf í mat og drykk, gáleysi,
óvirðing fyrir hjónabandinu o. s.
frv. (Lúk. 17, 26.—30.) Vér sjáum
greinilega uppfylling þessa spádóms.
4. Postulinn Jakob talar um það strið,
sem mundi koma upp á atvinnu-
mála- og þjóðfélagssviðinu, stríðið
milli auðs og atvinnu. Einnig þetta
stendur sem merki um, að endir
allra hluta er nálægur.
5, Heilög ritning bendir ennfremur á,
að hið ríkjandi ástand í heimi trú-
málanna verði talandi tákn upp á
endirinn; andlegt fráfall mun láta
til sín taka; mennirnir munu gleyma
Guði og láta leiðast af sínum eigin
fýsnum. Petta sést einnig uppfyll-
ast á vorum dögum á svo greini-
legan hátt að ekki verður misskilið
(2. Pét. 3, 1.—5.).
6. Utbreiðsla andatrúarinnar, hinum
verstu svikum, sem heimurinn
nokkru sinni hefir þekt, er einnig
uppfylling hins spámannlega orðs
og sýnir, að vér nálgumst sögu-
endir þessa heims (Opinb. 16,
13. 14.).
Pað er að visu satt, að það ástand,
sem Biblían þannig fyrir segir á svo
mörgum sviðum, hefir einnig þekst að
meira eða minna leyti á umliðnum tím-
um; en vér verðum að gæta að þvi,
að hin umrædda afstaða hefir aldrei
áður verið eins almenn og tiltalandi
eins og nú, auk þess sem alt sem fyr-
irsagt er í spádómunum um vora tíma
rennur saman eins og í einn miðdepil,
vitnandi að tíminn til að frelsari vor
komi aftur, er fyrir höndum. Merkin
um komu hans finnum vér ekki ætíð í
hverju einstöku atriði, sem talað er um
hér að framan, heldur í þeim öllum
sem heild. Alt ber þess vott, að núver-
andi þjóðfélagsstofnanir séu að leysast
upp. Frelsari vor sagði í spádómi sín-
um í Lúkasarguðspjalli 21. kap. að
verða mundi »á jörðinni angist meðal
þjóðanna í ráðaleysi við dunur hafs og
brimgný; og menn munu gefa upp önd-