Ljósvakinn - 01.01.1924, Qupperneq 3
LJÓSVAKINN
3
ina af ótta og kvíða fyrir því, er koma
mun yfir heimsbygðina, því að kraftar
himnanna munu bifast«, (Vers 25—26).
Þegar Jesús kemur aftur, munu öll
hans fyrirheiti um frið og réttlæti upp-
fyllast, Hann kemur ekki sem þjóðfé-
lags siðbótamaður. Hann kemur heldur
ekki til þess að gera siðabreytingar í
söfnuðinum og í heiminum út á við
með þjóðfélagslegum umbótum, hversu
miklu góðu sem menn hafa komið til
vegar með slíkum umbótum á liðnum
tímum. Hann kemur, ekki heldur sem
siðbótamaður í stjórnmálum, til þess að
koma á fót réttlátri heimslegri stjórn,
er skuli vera sem fyrirmynd annara
ríkja.
Nei, en hann kemur til þess að
stofna sitt eilifa ríki á rústum hinna
jarðnesku ríkja, og til þess fyrir fult
og alt að binda enda á alt hið illa«.
Matt. 13, 41 — 43. »Ríki hans mun verða
grundvallað hér á jörðinni, sem þá mun
verða hreinsuð í hinum eyðandi eldi
hins efsta dags og eftir það endursköp-
uð i þeirri fegurð sem hún var upp-
hafiega, þegar hún var í Eden-ástandi
sínu«. 2. Pét. 3, 10—13. »Og borgirnar
í riki hans skulu vera bygðar af öllum
hinum réttlátu, sem eru samansafnaðir
af öllu fólki og kynkvíslum á jörðinni
frá öllum öldum. Hin nýja Jerúsalem,
sem kemur niður af himni frá Guði,
skal verða höfuðborg hins nýja ríkis«.
Opinb. 21, 1—4. »Kristur, afkomandi
Abrahams, sonur Davíðs, skal þá stjórna
í hásæti alheimsins. Á þann hátt rætist
einnig spádómurinn um endurlausn
ísraels«. Lúk. 1, 68—74.
»það verður hinn andlegi tsrael, sem
á að leiðast inn í hið himneska Kana-
an, en ekki eins og sumir álíta afkom-
endur Abrahams eftir holdinu sem eiga
að safnast saman í hinni jarðnesku
Jerúsalem«. Es. 11, 10—12.
Þessi dýrðlegi tími nálgast hröðum
skrefum. Guðs orð vitnar þetta og tákn
tímanna staðfesta það. Mættum vér þá
sem lesum þessar línur, undirbúa oss
undir að taka á móti hinum komandi
konungi konunganna. Ef vér tökum á
móti honum nú, sem konungi hjarta
vors, þá munum vér einnig verða und-
irbúnir til að taka á móti honum þá,
sem þegnar í ríki réttarins og réttlætis-
ins, sem hann stofnar hér á jörðinni og
mun verða fult af dýrð Drottins.
S. V.
Bréf Guðs
með útskýringum.
Ekkert auga hefir séð og ekkert eyra
heyrt það, sem Guð hefir fyrirbúið þeim,
er hann elska; hann hefir fyrirhugað
fólki sínu líf í eilífri hamingju og gleði.
Hlutdeild vor i þessari eilífu tilveru er
undir því komin að vér lærum að
þekkja hann. Og til þess að mennirnir
eftir syndafallið skyldu aftur læra að
þekkja hann og öðlast það, sem hann
hefir fyrirliugað þeim, skrifaði hann á
tvær steintöfiur bréf, sem hafði að
geyma borðorð, sem eru greinileg lýsing á
vilja hans, nokkurskonar eftirrit af hans
heilögu eiginlegleikum. Eftir að þjónn
Drottins hafði forðum útskýrt þessi boð-
orð fyrir fólkinu, sagði hann þetta um
þýðingu þeirra: »Hugfestið öll þau orð,
sem eg flyt yður í dag, til þess að þér
getið brýnt þau fyrir börnum yðar, svo
að þau gæti þess að halda öll orð þessa
lögmáls. Því að það er ekkert hégóma-
mál fyrir yður, heldur er það líf yðar«,
5. Mós. 32, 46. 47.