Ljósvakinn - 01.03.1924, Blaðsíða 4

Ljósvakinn - 01.03.1924, Blaðsíða 4
20 L J ÓSVAKINN skap og áhyggju fyrir lífinu og komi svo þessi dagur yfir yður skyndilega eins og snara; þvf að koma mun hann yfir alla þá, sem búa á öllu yfirborði jarðarinnar«. Lúk. 21, 34—35. A. V. Hygginn byggingameistari. Frá alda öðli hefir það þólt mjög mikilsvert að vera kominn af góðu fólki. Að þekkja ætt sina í marga liðu, hefir þótt næstum ómissandi. En læknar fé- lags þess í New York, er tekur að sér spilt börn, hafa komist að þeirri niður- stöðu að það er annað, sem heflr ekki minni þýðingu en ætternið, og það er heilnæmt uppeldi og hollir lifnaðar- hættir. Menn mega nefnil. ekki gleyma því, að maðurinn, þessi undrasmíði, kemur ekki fullger í heiminn. Maður- inn er lifandi bygging, sem þarf stöð- ugrar endurnýjunar við, og það í svo stórum stíl, að á vissu tímabili manns- æfinnar er það í raun og veru satt sem gamalt skotskl máltæki segir, að »sér- hver maður hafi legið á sínum eiginn diski«, auðvitað að eins i smáskömt- um. Það er alveg það sama og stendur í þýsku setningunni: »Maðurinn er, þ. a. s, samanstendur af því sem hann etur«. Fæstum mun vera það ljóst, að á 16 — 18 dögum tekur mannslíkaminn á móti eins miklu nýju efni og þyngd hans er, og haldi hann á þessum tíma þyngd- inni, gefur hann frá sér jafnmikið af ónýtum efnum. Auðvitað endurnýjasl ekki allur iikaminn á svo stuttum tíma, en á tímabili, sem sjálfsagt er styttra en flestir halda, fer nýtt efni inn og hið gamla út af öllum vorum llffærum. Oss er því í sjálfsvald selt, að vera byegnir byggingameistarar og uppbyggja líffærin stöðugt með þeim vönduðustu efnum sem vér getum fengið. Hygginn byggingameistari, sem reisir hús handa sjálfum sér, velur ekki hálf- fúið eða vont efni i búsið. Hann mun leggja mikið kapp á að vanda alt bygg- ingarefnið, svo vel sem auöið er. En hvers vegna ættum vér að breyta óvit- urlegar, þegar um er að ræða það, sem er þúsund sinnum meira virði, og þó sjáum vér fjölda manna, byggja upp likama sinn með skemdum og óvönd- uðum efnum. það ætti ekki að þurfa að minnast á vondan ost, úldið eða á annan hátt slæmt kjöt, lifur og þess háttar fæðu- tegundir, sem frá heilsufræðislegu sjón- armiði eru með öllu óhæfar, og þeir sem vit hafa á, auðvitað ekki nota. En enda þótt lökustu fæðutegundirnar séu teknar undan, er munurinn svo mikill, að sá breytir hyggilega, sem velur hið rélta. Þegar jarðskjálfti og eldsvoði átti sér stað í San Franciseo, kom það í Ijós, að fáein hús stóðu eftir, þótt flest brynnu. Þessi hús voru bygð úr eld- traustu efni og voru að mestu leyti ó- skemd, þrátt fyrir eldinn. Þetta er hlutfallslega það sama og komið hefir í ljós í hinum verstu land- farsóttum. Sum hinna lifandi húsa hafa staðið eftir, án þess að smitast, þau hafa staðist skæðustu áhlaup illkynjaðra sótta, og þetta sýnir mjög greinilega að það stendur ekki á sama með hverju vér uppbyggjum hús eða tjaldbúð lik- ama vors; það hefir ekki einungis áhrif á lengd lífsins, heldur og á lífið sjálft. Ef vér litum 200 ár aftur í tímann

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.