Ljósvakinn - 01.07.1925, Page 3
Ljósvakinn
51
Allir þeir, sem yfirgefa þig, skulu til
skammar verða. Já, þeir, sem vikið hafa
frá mjer, verða skrifaðir i duftið, því
að þeir hafa yfirgefið lind hins lifandi
vatns, Drottin. Lækna mig, Drottinn, að
jeg megi heill verða; hjálpa mjer, svo að
mjer verði hjálpað, því að þú ert minn
lofstir«. Jer. 17, 7. 13. 14.
Guð þarf ekki að láta þar við staðar
numið, er hann hefir læknað oss að hálfu
leyti, hann bæði 'getur og vill lækna oss
algjörlega, bæði á likama og sál; að
hann er fús til þess, sjest af tilboði hans
til hinna sjúku. Þar, sem læknislistin
strandar, þar tekur hinn almáttugi yfir-
læknir sjálfur við, því að það, sem er
ómögulegt mönnum, eru smámunir fyr-
ir Guð.
Þessi fullvissa, ásamt bjargfastri trú
á Guð, er eitt af aðalskilyrðunum fyrir
lækningu fyrir bæn. Hinn veiki verður
að hafa fult traust á þeim krafti, sem
alt getur læknað og öllu til vegar kom-
ið, og hann verður að trúa því, að Guð
vilji lækna hann; hann verður að taka
undir með hinum glaða söngvara ísra-
els: »Jeg mun ekki deyja, heldur lifa
og kunngjöra verk Drottins. Drottinn
hefir hirt mig harðlega, en eigi ofurselt
mig dauðanum«. Sálm. 118, 17. 18.
I Bibliunni finnnu vjer næstum ótelj-
andi dæmi þess, að Kristur læknaði
með bæn, og á þetta er oss óhætt að
reiða oss: Jesús er sá sami í dag og
hann var á dögum postulanna. Hann
er þess albúinn að gjöra rnikla hluti
fyrir söfnuð sinn, að eins ef sötnuður-
inn iðkar lifandi trú, en það eitt er lif-
andi trú, að gjöra á augabragði eins og
vjer sjáum að Drottinn býður og reiða
oss statt og stöðugt á loforð hans. Drott-
inn krefst þess af oss, sem teljum oss
trúaða, að vjer tökum hann á orðinu.
»Hann, sem ekki þyrmdi sínum eigin
syni, heldur framseldi hann fyrir oss
alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss
alt með honum«. Róm. 8, 32.
Dæmi.
»Snú aftur og seg Hiskía, höfðingja
lýðs míns: Svo segir Drottinn, Guð
Davíðs forföður þins: Jeg hefi heyrt
bæn þína og sjeð tár þín. Sjá jeg mun
lækna þig; á þriðja degi munt þú ganga
upp í hús Drottins. »2. Kon. 20. 5.,
Petta dæmi sýnir, að fyrir innilegar bæn-
ir lengir Drottinn lífið. — Þrátt fyrir það,
að Hiskía notaði ekki þetta, sem Drott-
iun gjörði fyrir hann til þess að mikla
hans nafn.
Enginn skyldi beiðast þess af Guði,
að hann lengi líf sitt, nema það sje
löngun hans og einlægur ásetningur, að
verða honum til dýrðar það, sem hann
á eftir ólifað. Vjer geturn tekið undir
með Samúel og sagt: »Ekki lýgur held-
ur vegsemd ísraels og ekki iðrar hann,
því að hann er ekki maður að hann
iðri«. 1. Sam. 15, 29. Guð hagaði því
svo til, að gegnum sjúkdóm Hiskía, fengu
heiðnir konungar að þekkja nafn hans,
því að vjer lesum um að sendimenn
frá slíkum, voru sendir til konungsins
í ísrael. Hiskía naut ekki fullkominnar
blessunar, vegna þess að hann blindað-
ist af sjálfsupphefð; en þrátt fyrir það
varð þessi viðburður Guðs nafni til
vegsemdar.
Lækning fyrir bæn.
»Sje einhver sjúkur yðar á meðal, þá
kalli hann til sin öldunga safnaðarins
og þeir skulu smyrja hann með olíu og
biðjast fyrir yfir honum; og trúarbæn-
in mun gjöra hinn sjúka heilan og
Droltinu mun reisa hann á fætur og