Ljósvakinn - 01.07.1925, Blaðsíða 4

Ljósvakinn - 01.07.1925, Blaðsíða 4
52 LJ[ÖSVAKÍNtf þær syndir, sem hann kann aö hafa drýgt , munu honum verða fyrirgefnar«. Jak. 5, 14. 15. Þessi aðferð er háleit í einfaldieika sínum, og bæði ungir og gamlir geta skilið hana; en það er mjög oft að vantrúin kemur til greina hvað helst í þvi, sem er einfalt og blátt áfram. Það er ekki rjett að færa sjer ekki í nyt þann heilaga forrjett, sem söfnuður- inn hefir. Hjer stendur, að trúarbænin muni gjöra hinn sjúka heilan, og að Guð muni reisa hann á fætur; og Guði sje lof! þá verður hinn sjúki reistur á fætur. Máttur Guðs til að lækna strand- ar ekki við neitt nema vantrú hlutað- eiganda. Heyr orð Drottins: »Og þetta er sú djörfung, sem vjer höfum til hans, að ef vjer biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. Og ef vjer vitum að hann heyrir oss, um hvað sem vjer biðjum, þá vitum vjer að oss eru veittar þær bænir, sem vjer höfum beðið um«. 1. Jóh. 5, 14. 15. »Enn segi jeg yður: ef tveir af yður verða sam- mála á jörðunni, mun þeim veitast af föður minum, sem er á himnum, sjer- hver sá hlutur, sem þeir kunna að biðja um«. Matt. 18, 19. Jesús kom til þess að gera að engu þann, sem hefir mát* dauðans, það er að segja djöfulinn«- Hebr. 2, 14. Af hinum ýmsu ritningar- stöðum, sem hjer hafa verið tilfærðir, er það auðsætt, að Guð vegsamast við það, að hinir sjúku verði heilbrigðir. Að vera skeytingarlaus um náðarfyrir- heiti Guðs, er hættulegt. Leiðtogar safnaðarlns og afstaða þeirra í þessu máli. Lækning hinna sjúku er að mjög miklu leyti komin undir trú og trausti þeirra, í hverju einstöku tilfelli. Hlut- ekningu og trú safnaðarleiðtoganna, er ef til vill einna best lýst í Sálm. 20, 1—10. Þar stendur: »Drottinn bænheyri þig á degi neyðarinnar, nafn Jakobs Guðs bjargi þjer. Hann sendi þjer hjálp frá helgidóminum, styðji þig frá Sion. Hann minnist allra fórnargjafa þinna og taki brennifórn þína gilda. Hann veiti þjer það, er hjarta þitt þráir, og veiti i'ramgang öllum áformum þínum. Ó, að vjer mættum fagna yfir sigri þínum og veifa fánanum i nafni Guðs. Droltinn uppfylli allar óskir þinar. Nú veit jeg, að Drottinn veitir hjálp sínum smurða, svarar honum frá sín- um helga himni, í máttarverkum kemur fulltingi hægri handar hans fram. Hinir stæra sig af vögnum sinum og hestum, en vjer af nafni Drottins, Guðs vors. Þeir fá knjesig og falla, en vjer rísum og stöndum upprjettir. Drottinn hjálpa kon- unginum og hjálpa oss, er vjer hróþum«. Vjer biðjum að Guð af náð sinni opni augu vor svo að vjer getum sjeð hvi- jíka auðsuppsprettu vjer eigum í öllum hinum dýrmælu fyrirheitum Drotlins. »Reynið mig, segir Drottinn!« S. A. R. Drottinn sendu mig hvert í heiminn, sem þú vilt, að eins að þú farir með mjer, legðu mjer byrðar á herðar, ef þú að eins styður mig. Slíttu sjerhvert band utan það eina, sem bindur mig við þitt verk og þitt föðurhjarta. O Sú sál, sem lifir fyrir Drottinn haggast hvorki við lof nje last. O Sjerhver, sem að lokum gengur inn í Guðs heilögu borg, gengur þangað inn sem sigur- vegari, og frægasti sigurinn, sem hann hefir unnið, er sigurinn yfir sjálfum sjer. O Iíóróna lífsins mun einungis verða sett á höfuð sigurvegara.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.