Ljósvakinn - 01.07.1925, Blaðsíða 5

Ljósvakinn - 01.07.1925, Blaðsíða 5
5á LJÓSVAKINN Heimilislífið, Þegar rætt er um kristileg heimili, ber ekki fyrst að athuga hvernig gangi til á annara heimilum, heldur ber miklu fremur þjer og mjer að spyrja: Hvern- ig er mitt eigið^heimili? »Væri hann sonur minn«, segir sá, sem ekkert barn á, um son nágranna síns, »þá vissi jeg hvað jeg skyldi gjöra við hann«. Að sjálfsögðu er þó ekkert erfiðara, ekkert sem útheimtir meiri visku og hjálp frá Guði, en einmitt;það, að ala börnin upp á rjeltan hált. Á þessu sviði er það svo margt og mikið, sem um er aö ræða, að ekki verður auðið hjer, að segja mikið um það. Þó skal bent á það, [að kærleikur og fullkominn trúnaður eru aðal-mátt- arstoðir kristilegs heimilis, hjer til telst og einbeittni. því miður eru þau heim- ili mörg, þar sem ósamlyndi er milli manns og konu, milli foreldra og barna, það eru mörg þrep þar til vjer komum að því heimili, þar sem alt er eins og það á að vera. Kærleikurinn er ekki deilugjarn, heldur velviljaður, hann gjör- ir ekki konuna eða börnin að þrælum. Tilgangur Guðs með börnin er sá, að þau vaxi upp og verði að sjálfstæðum, kristnum mönnum, og það er skylda foreldranna með aðstoð Guðs, að gjöra alt er þeim er mögulegt til þess að þetta takmark náist. Á meðan barnið er lítið, eru erfið- leikarnir með það oftast minstir. Fyrsta sinni, sem það fer að heiman, er jafn- an sama viðkvæðið: Jeg vil fara heiml Það getur ekki sofnað í ókunnu rúmi. Það þjáist af heimþrá. Pú, sem ert faðir eða móðir, manst víst þá dagana þegar litla barnið þitt hjúfraði sig með ástúð og trúnaðartrausti að brjósti þjer, hversu litla höndin lá örugg í þinni og þið fylgdust að. En þú manst líka ef til vill eftir því, hvernig það smám saman fjar- lægðist þig eftir því sem árin færðust yfir það — manst hvernig litla höfuðið hvildi sjaldnar og sjaldnar við brjóst þjer og litla höndin í þinni hönd. Loks hætti það að þurfa þín með á þennan hátt. Viðkvæðið breyttist og varð: Jeg vil »út«. Pað er mjög eðlilegt að ungt fólk langi »út« til að sjá sig um — en hvert? Hefir það nú lært að þekkja Guð, lært að segja nei við þeim freist- ingum og hættum, sem mæta því þarna »úti?« Því miður eru svo margir uugir, sem fara óundirbúnir að heiman — mæta óundirbúnir hættum og freisting- um og liða þess vegna skipbrot á ólgu- sjó hins syndumspilta mannlifs. Vinur minn sýndi mjer nýskeð tvo hveitiakra. Á öðium akrinum var hveit- ið næstum fullþroskað, öxin voru há, stór og þroskamíkil, og kjarninn var góður. Á hinum akrinum var hveitið einnig að verða fullþroska, en öxin voru smá, og það leit út fyrir ljelega upp- skeru. 1 fyrri akurinn var hveitinu sáð snemma um vorið, — á rjettum tíma; þess vegna varð árangurinn góður. Á meðan barnið er ungt, er hinn hentugi tími að sá hinu góða sæði í hjarta þess, þá ber að sá sannindum Biblíunnar á ljettan og auðskilinn hátt í hinn gljúpa jarðveg, og þá munu ávextirnir á síðan koma í Ijós. Það er sælt þegar foreldr- arnir eru horfnir burtu, að minning þeirra vekur einungis gleði, þakklæti og kærleika í hjörtum barnanna. Pau heimili eru til, þar sem heimilis- fólkið sækir trúlega guðshús, vanrækir ekki hvítdardagsskólann eða neinar slíkar stofnanir; en þegar það kemur

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.