Kennarinn - 01.07.1900, Blaðsíða 5
—137—
Sagan er svona:
“Einu sinni var Ivristur að mynda fugla af leiri með öðrum börnum
Gyði nga, á sabbatsdegi. JPegar börnin böfðu verið að jiessari iðju um
liríð, bar þar að einn af Sadúseuin; hann var aldraður og siðavandur mjög
og átaldi börnin fyrir þetta athæíi þeirra á sjálfum sabbatsdeginum. Hann
lét sér þó ekki nægja ákúrurnar einar, heldur gekk hann að ’eirfuglunum
og braut þá alla fvrir börnunum. Hegar Kristur sá, hvað verða vildi, brá
hann liendi sinni yíir allar fuglamyndirnar, sem hann hafði búið til, og
flugu þeir þegar upp lifandi. En það eru lóurnar, og því er kvak þeirra
'dýrrin’ eða ‘dyrrindí’, að þær syngja drotni lof fyrir lausnina frá ómildri
hendi Sadúseans. Og ef maður Iioyrir þetta til lóunnar fyrst á vorin,
‘dyrrin, dyrrin,’ þá veit það á gótt sumar.”
Börn,— og allir—leikið yður ætíð svo fallega, að frelsarinn geti klapp-
að saman lófunum yfir leikjum yðar, og þá skal skemtanin verða yður
til hjartanlegrar gleði. Og ef þér á æskuvori yðar lfkist lóunum, sein
syngja guði dfrð. þá veit þáð á gott lífssumar og friðsarnt lífshaust.
ILiíið frelsaran með í gleðinni.
PERLAN.
Guðs ríki er perla, dyrst í drottins heimi.
Að dyruin perlum maður leita vann,
unz eina ptrlu ágætasta fann,
og hana keypti liann við miklum seimi.
Svo leitum vér að lífsins perlum góðum,
vór leitum sí og æ í hverjum stað;
vör finnum margt, en þó er eitthvað að
hjá sjálfum oss og öllum heimsins þjóðum,
í gleði, upphefð, auði, völdum háum,
í öllum fræðum, vísindum og listum,
í náttúrunnar nautn oct unaðsblóma.
Ö
Vér aldrei, aldroi frið í hjörtun fáum
ef íinnum vér ei drottin Jesúm Kristum;
hjá honum einum lífs sést perlan ljóma,
[Úr ljóðinu “Gruðs ríki” í Biblíuljóðum V. B.]