Kennarinn - 01.03.1902, Blaðsíða 5

Kennarinn - 01.03.1902, Blaðsíða 5
KENNARINN 21 mælti: Hann ftuðlastar; hvað þurfum vér nú íramaf vitnanna við? Nú heyrð- uð þér sjálfir hans guðlöstun. 66. Hvað lízt yður? En þeir kváðu hann allir dauða sekan. í Jerúsalem í höll Kaifasar æðsta prests aðfaranátt föstudagsins langa.— Jesús^hafði verið handtekinn, bundinn og leiddur til hallarinnar. Hér biðu ráð- herrarnir hans. Lá á. Tíminn naumur.—Búnir fyrirfram að dæma hann diuðasekan (4). lin þurftu að fullnægja forminu. Menn formfastir. — Hann þurfti að yfirheyrast, sök að koma á heudur honum og hann lögformlega að dæmast. En dómur ólöglegur nema að degi til. Réttarprófið, sem hér segir frá, fer fram um nóttina.—Undirbúningur undir hið lögformlega próf í dögun um morguninn, sem Matt. getur um (27, 1.), en Lúkas nákvæmar (22, 66—7:). Næturprófið fer fram hjá Hannasi.tengdaföður Kaífasar (Jóh. 18, 13—24'). Báð- ir líklega búið í sömu höllinni, en hallargarðurinn í milli, þar sem Pétur freist- aðist og féll. Kaifas staðið fyrir prófinu. Jóh. segir frá byrjuninni 118, ig-23). Þá það, sem segir frá í lexíunni. Ljúgvottarnir og ósamhljóða vitnisburðurinn þeirra (sbr. Mrk. 14, 59. Sjá Joh. 2, ig-21 viðvikjandi því.sem Jesúshafði sagt). J esús þegir við því ölln. Eins þegar Kaífas slíorar á hann að tala. En því að tala, þegar ljúgvottarnir á móti vilja sínum tala máli hans?—rEn hann verður við áskorun Kaífasar um að sverja það, hvort hann sé Kristur (Messías), guðs sonur, eða sé það ekki. Jesús sver, að liann sé Kristur guðs sonur. Það dauða- sök hans. A þeirri játning byggist dómurinn. En á henni byggir kirkjan líka játning sína. Þeir, sem neita, að Jesús sé guðs sonur, eru þá samkvæmt eið- festri játning Jesú sjálfs með Kaífasi og fylgjendum hans, en á móti Jesú. AÐ LESA DAGLEGA-—Mán.: Jer. 2, 1—iy. ÞriÖ.: Hós. 13, 9—14. Miðv.: Sef. 3, 1—8. Fimt.: Mik, 3, 9—12. Föst.: Esaj. 66, 1—6. Lauti.: Sak. 9, 1—17. KÆRU BÖRN! Þið hafið heyrt, hvernig farið var með Jesúm. Það var logið upp á hann. En liann þagði. En þegar hann sagðist vera guðssonur, þá var honum borið á brýn, að hann guðlastaði, og var svo dæmdur fyrir það til dauða. Þetta er að eins lítið sýnishorn af því, hvernig farið var með Jesúm. Þið ættuð uð lesa eða bíðja mömmu ykkar að lesa fyrir ykkur alla píslarsögu frelsarans okkar. Þar er ykkur svo greinilega sýnt, hvað Jesús varð að þola, til þess að hann frelsaði okkur mennina. Þar sjáið þið kærleiksmynd hans mál- aða svo vel upp. Þið hljótið að verða hrifin og fara að elska hann betur og fá löngun til þess að verðá betri og líkjast honum. Iig veit það, börnin mín, að þið rnunuð segja þá: Við viljum aldrei vera á m'iti Jesú, heldur æfinlega með honum. Guð blessi ykkur og hjálpi ykkur til þess. „Vert .þú, guð faðir, faðir ntinn, | hönd þ.’n leiði mig út og inn, í frelsarans Jesú nafni; | svo allri synd eg hafni. “ TIL LEIÐBEININGAR.—Setjið börnin vel inn í píslarsöguna og látið hana tala til þeirra. PÁ LMAS UNA'U DAG Ull—23 Marz. Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjallið?. Innreið Jesú í Jerúsalem. Hvar stendur það? Matt. 21. 1—9. Hverjum sunnud, öðrttm Iteyrir þsttta guðspjall til?. — Les upp 7, boðorðið,

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.