Kennarinn - 01.03.1902, Blaðsíða 6

Kennarinn - 01.03.1902, Blaðsíða 6
22 KENNARINN Hver voru efni og minnistextar lexíanna þrjá síðustu sunnudaga? Hvar stendur lexían á sd. var? i. Hvaða bragði ætluðu þeir að beita til að fella Jes- úm og hvernig tókst þeim það? 2. Hvað sagði æðsti presturinn við Jesúm og hverju svaraði hann? Hvernig líkaði æðsta prestinum svar Jesu? og hvernig dæmdi ráðið um hann? Hver er lexían í dag? Hvarstendur hún? Lesum hana á víxl. Les upp minnistextann. INNREIÐ KONUNGSINS. Matt. 21, 1.—11. (Til smbr. Mark. n, i—io; Lúk. ig, 29—44; Júh. 12, 12—19). Minnistexti í g. versi. 1. Þegar þeir nú nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage hjá Olíufjallinu, þá sentli Jesús frá sér tvo af lærisveinum sínum og sagði við þá; 2. Farið þið í þorp það,er gagnvart ykkur er.og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundnaog fola hjá henni; leysið þau og leiðið til mín. 3. En segi einhver nokkuð til yðar, þá segið, að herra ykkar þurfi þeirra við; og þá mun hann jafnsnart láta þau laus. 4. Alt þetta skeði, svo að uppfyltist það, er spámaðurinn segir*); 5. Segið Sí- ons dóttur; Sjá, þinn konungur kemur til þín hógvær, ríðandi ösnu og fola hennar. 6. Lærisveinarnir fóru leiðar sinnar og gerðu sem Jesús hafði fyrir þá lagt, 7. Færðu þangað ösnuna og folann, og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak. 8. En flestir af fólkinu breiddu klæði sín á veginn; aörir lijuggu lim af trjánum, og stráðu því á veginn. 9. En múgurinn, er á undan fór og á eftir fylgdi, kallaði og sagði: Hósanua syni DavíSs! blcssfíð'ur SC sá, seui kcnmr í nafni drottins. Hósanna í hœstum hceSuni! 10. Nú er hann kom inn í Jerúsalem, varð allur borgarlýður uppvægur, og spurði: Hver er þessi? 11. lin fólkið sagði: Þessi er spámaðurinn Jesús frá Nazaret í Galílea. Á Olíufjallinu og í Jerúsalem pálmasunnud.— Föstud.-kvöldið hafði Jesús komið frá Jeríkó til Betaníu (bær 2 mílur frá Jerúsalem austanvert við Olíu- fjallið). Dvaldi hér sabbatsdaginn, að öllum líkindum hjá Lazarusi og þeim systrum. Sunnud. þaðan til Jerúsalem. Betfage þorp á milli.—Hvað konung- legt við innreið hans? Hvílíkur munur á henni og skrúðför konunga jarðneskra ríkja!—Sýndi, að ríki sitt væri ekki af þessum heimi. Það átti konunglega ihn- reiðin hans að prédika fyrir lærisveinum hans þá og nú.—Konungl. skrúðinn hans er konunglega hógværðin, augljós öllum, sem á hann horfa. Konungl. valdið lians heilaga kærleiksvaldið yfir hjörtum og vilja lærisv. hans. Konungl. sjónin hans: þekkir sína, vegina bestu og meðulin. Konnngl. hjartað hans: ber fyrir brjósti sér böl og blessun alls lýðs síns (sjá Lúk. 19, 40—44). Kon- ungl. hugrekkið hans: lýsir yfir því opinberlega með innreið sinni, að hann sé Messías, þótt hann viti, að það kosti sig lífið,—krossinn verði hásætið, sem þjóð- in hans setji hann í honum til háðungar.—Það gerði guð að sæti, þar sem ját- endur hans falla fram fyrir honum, íklæddum endurlausnarkærleika sínum, og tilbiðja hann sem írelsara sinn. AÐ LESA DAGLEGA.—Mún,: Jer. 7, 1—15. ÞriB.: Esaj. 1, 4—11. Miðv.: Jer. 11, 18— 23. Fimt.: Snk. 3, 1—110. Föst.: Ilnrm. 2. 8—15, Lnut;.: Esnj. 52, 13—15. *) Sjú Esnj. 62, 11 oi: Snkanlns 9, 9.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.