Kennarinn - 01.04.1902, Síða 3

Kennarinn - 01.04.1902, Síða 3
KENNARINN 27 Les upp 8. boðorSið með útskýring Lúters. Hvert var efni og minnistexti lexíunnar á sd. var? Hvar stendur hún. 1. Hvað sagði engillinn konunpm að gera? Hver mætti þeim rétt á eftir? 3. Hvað gerðu varðmennirnir eftir .upp- risu Jesú?:— Hver er lexían í dag? Hvar stendur liún? Lesum hana á víxl. Les upp minnistextann. KONUNGURINN Á MEÐAL SINNA MANNA. Matt. 18, r.—6, ro. 12—rr, 19, 20. (Til smbr. Mark. g, 32—37, 41; Luk. g, 46—48; T7, r~2.) Minnistexti 20.*vers. 1. Um þetta leyti komu lærisveinar Jesú til hans og sögðu: Hver er mest- ur í himnaríki ? 2. Jesús kallaði barn eitt til sín, setti það á meðal þeirra. 3. Ogmælti: Sannlega segi eg yður, nema þér takið sinnaskifti og verðið eins og börn, munuð þér ekki koma í himnaríki. 4. Hver sem því lítillækkar sig eins og barn þetta, hann er mestur í himnaríki. 5. Og hver sem tekur á móti þvílíku barni fyrir mína skuld, hann tekur á móti mér. 6. En ef nokkur hneykslar einhvern af þessum smælingjum, sem á mig trúa, betra væri honum, að mylnusteinn væri hengdur við háls honum og honum væri sökt í sjávardjúp. 10. Gætið yðar, að þér ekki forsmáið nokkurn þessara smælingja; því eg segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska föður. 12. Hvað líst yður ? Ef einhver ætti hundrað sauða, og skyldi einn af þeim villast frá, mundi hann ekki skilja þá níutíu og níu eftir og fara upp á fjöllin til að leita þess, er frá var viltur? 13. Og ef honum auðnast að finna hann, þá segi eg yður, að hann gleðst meira yfir honum en yfir þeim níutíu og níu, sem ekki viltust. 14. Eins vill yðar himneski faðir ekki, að nokkur þessara smælingja skuli týnast. 19. Enn framar segi eg yður, að ef tveir yðar biðja nokkurs sam- eiginlega á jörðu, þá mun það þeim af mínum himneska föður veitt verða. 20. Hvar sem tveir cða þrír eru sarnan koinnir í minu nafni, þar vil cg vcra mitt á meðal þeirra. Jesús í Kapernaum í húsi sínu með lærisv. nýkominn úr ferð (Mark.X Á leiðinni voru lærisv. að tala um sín á milli, hver þeirra myndi verða mestur í guðs ríkinu, sem þeir trúðu að Jesús væri kominn að stofna. Þessi metnaðar- hugsun er tilefni lexíunnar. Við hana þurftu lærisv. að losast. Jesús hér að kenna þeim það. Hvernig ? Með barni, sem hann setur hjá þeim og bendir þeim á (2). Lifandi fyrirmynd. Lifandi prédikun. Stærilætishugsun þeirra hættuleg. Getur etið um sig og útilokað úr guðs ríki. Börnunum til- heyrir það og öllum, sem vilja verða börn. ,,Af hrokaleið látið". Menn þurfa að taka sinnaskifti: snúa af hrokaleið sinni búrt frá guði og á leið auðmýktar og iðrunar til guðs. Að því leyti líkjast litlu börnunum, sem laus eru'við hroka, vilja læra, eru svo móttækileg og bera traust (3!. Að vera mestur er í eigin aug- um í auðmýkt að vera minstur (4). En hvað Jesú er ant um börnin og tekur sárt til þeirra. Eins og sameinar sig þeim. Velgjörð sýnd þeim er honum sýnd. Meingjörð sömuleiðis. Vei þeim, sem illa fer með börnin—. .hneykslar jrau"— leiðir þau burt frá Jesú með orðum eða eftirdæmi (5, 6). — Vari menn sig á að lítilsvirða börnin, Guð lætur sngla sína gæta þeirra (10).—Vill ekki tapa neinu

x

Kennarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.