Kennarinn - 01.04.1902, Side 5

Kennarinn - 01.04.1902, Side 5
KENNARINN 29 þitt hneykslar þig, þá sting það út og kasta því á burt; betra er þár eineygðum að innganga til lífsins en að þú hafir bæði augu þín og þér verði í helvítis eld kastað. 15. Brjóti bróðir þinn nokkuð á móti þér, þá vanda fyrst um við hann heimulega, og ef hann hlýðir þér, hefir þú unnið bróður þinn. 16. En vilji hann þér ekki hlýða, þá tak með þér einn eður tvo, svo að alt málið verði út- kljáð í viðurvist tveggja eður þriggja votta. 17. En vilji hann þeim ekki hlýða, þá seg það söfnuðinum; og vilji hann ekki söfnuðinum hlýða, þá sé hann í þín- um augum eins og heiðingi og tollheimtumaður. 18. Eg SCgÍ yStlT þaff fyrir sann, aff hvaff þcr bindiff á jörSu, skal á himni bundift vera, og hvaft þcr lcysiff á jörffu, skal á himni lcyst vcra. 21. Þá gekk Pétur til hans og mælti: Herra, hversu oft skal eg fyrirgefa þeimj sem gerir á móti mér ? Er ekki nóg að gera það sjö sinnum? 22. Jesús mælti: Ekki sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum, í lex. síðastl. sunnud. var Jesús að kenna lærisv. auðmýkt. Kennir þeim aga. Sjálfsaga fyrst (8, 9). Versin eiga vitanl. ekki að skiljast bókstaflega. Sýna tilfinnanlega hina heilögu alvöru sjálfsagans og sjálfsafneitunarinnar, sem heimtuð er af kristnum manni.—Hættulegt að leika sér við syndina eða freist- ingarnar. Stundar ánægja getur orðið að eilífri kvöl.—Fái syndin litla fingur- inn, tekur hún alla höndina. Varastu að vera vægur við sjálfan þig. Mundu, hvað í húfi er.—En vertu vægur við aðra. Beittu samt kærleiksaga við þá, er þeir drýgja synd (15—18). Syndin er líka'hættuleg fyrir bróður þinn. Elskir þú hann, viltu ekki að hann tortímist. Vanda þú um við hann, þegar hann syndgar. Synd, sem ekki er gjörð iðrun fyrir, leiðir til glötunar. Kærleiki þinn knýr þig til að gera alt, svo bróðir þinn iðrist. Reynir sjálfur fyrst í kyrr- þey. Ef það ekki dugir, á söfnuðurinn að gera sitt ítrasta. Ef kemur fyrir ekki, útilokast bróðir þinn (15—17).—Guð er með þessu. Svo ef söfnuðurinn í heilögum kærleika synjar um fyrirgefning („bindur"), staðfestir guð það. Og eins ef hann fyrirgefur („leysir"—18). En hvað oft sem bróðir þinn syndgar, átt þú að vera reiðubúinn að fyrirgefa honum af hjarta, ef hann iðrast (21, 22) —iðrun eina skilyrðið—þú, sem dagl. nýtur fyrirg. af einskærri náð (23—35). AÐ LESA DAGLEGA. — Mán.: Esek. 36, 1—15. Þrið.: Esek. 36, 16—32. MiSv.: Esek. 36, 33—38. Fimt.: Hatffí. 2, 2—9. Föst.: Sak. 2, 1—13. Laug.: Sak. 11, 1—17. KÆRU BÖRN! Jesús t.ilar hér um aga. Þiö þurfiö að skilja það. Ykk- ur ríður á því. Foreldrar ykkar aga ykkur, þegar þau finna að við ykkur, ef þið hafið gert rangt, og vilja láta ykkur finna til þess, svo ykkur þyki fyrir því og biðjið um fyrirgefning. Þau gera það til þess þið verðið góð börn og forðist að gera það, sem ljótt er. Þ>að er skylda þeirra að aga ykkur. Guð heimtar það af þeim. En hann heimtar líka, að þið lærið að aga ykkur sjálf, svo að þið finnið til, þegar þið gerið eitthvað rangt, og biðjið um fyrirgefning. Syndin er hættuleg. Þið megið ekki leika ykkur við hana eða við freistingarnar — neitt það, sem vill koma ykkur til að syndga. Þið leikið ykkur ekki við eitur. jSyudin er versta eitrið. Hún deyðir sál og líkama. Gáið að ykkur, góðu börn! Lesið upp allan sálminn: ,,Sjá, gröfin hefir látið laust“, nr. 170 í sálmab. TIL LEIÐB,—Guð vill, að við beitum aga við sjálfa okkur og aðra. Kenn

x

Kennarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.