Kennarinn - 01.04.1902, Blaðsíða 4

Kennarinn - 01.04.1902, Blaðsíða 4
28 KENNARINN þeirra. Sjá umhyggju hans: v. 12—14 (sbr. Lúk. 15, 4—5).—,,t>Ht blóð flekk- laust, sem fióSi á krossi, frelsi það börnin vor og oss. "—Dýrðlegt aS vera eins og barn og fá að vera lærisveinn og mega svo umgangast guð eins og föður í bæninni. Þegar tvö börn hans verða samhuga um eitthvað, fá þau það (19), því (,,því“ vantar í v. 20) Jesús, sem er hjá þeim, meðalgangarinn, kemur því til leiðar. Þar sem 2 eða 3 koma saman og játa trú á hann, þar er hann (20). AÐ LESA DAGLEGA. — Míín.: Mika 2, 12 — 3, 4. í>riÖ.: Esaj. 30. 19—26. MitSv.: Jer. 3, 11—19. Fimt.: Esek. 34, I—10. Föst.H Esek. 34, 11—22. Laun.: Esek. 34, 23—31. KÆBU BÖRN ! Ykkur ætti að þykja sérstaklega vænt um lexíuna í dag. Frelsarinn sýnir svo vel með henni, hvað honum er ant um ykkur. Hann segir, að sá, sem sé góður við börnin, sé góður við sig. En uú er enginn í sannleika góður við börn, sem ekki leiðir þau til guðs. Hann segir líka, að þeim skuli verða hegnt, sem leiði börnin á burt frá sér. Líka segir hann, að englar guðs gæti barnanna, og ef eitthvert barnið týnist, villist burt frá guði, þá leiti hann að því. — Sjáið ekki, börn, hvað honum er ant um ykkur og hvað hann elskar ykkur ? Ykkur ætti sannarlega að þykja vænt um hann.og hafa yndi af að heyra um hann talað. Og líka þykja vænt um þá, sem kenna ykkur og vilja leiða ykk- ur til hans; en forðast alla hina, sem tala illa um Jesúm. Þeir vilja leiða ykkur frá honum. Og þá týnist þið, ef þið hlustið á þá. Það megið þið aldrei gera. ,,Á hann í trúnni horfi eg, I með honum geng eg grafar veg og himneskt ljós í myrkri skín; \ sem götu lífsins heim til þín." TIL LEIÐBEININGAR. —Skýr frá tilefni lex. Hvað að var lærisvein- unum. Hvernig Jesús kendi þeim. Hvað þeir áttu að læra af barninu. Tal innilega um það, hvað Jesú er ant um börnin. ÞIIIÐJISD. EFTIll PÁSKA—20. Apríl. Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Innan skamms.— Hvar stendur það? Hjá Jóh. 16, 16—23. Hvert er 9. boðorðið? Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Hvað þýðir það? Vér eigum að óttast og elska guð, svo að vérekki sækjumst eftir arfi eða húsi náunga vors með vélum, né drögum oss það með yfirvarpi réttinda, heldur styðjum hann og styrkjum að halda því. Hver voru efni og minnistextar lexíanna tvo seinustu suunudaga? Hvar stendur lexían á sd. var? 1. Hvernig er ungbarn fullorðnu fólki til fyrirmynd- ar? 2. Hvað segir frelsariun um einn sauð af hundrað? 3. Hvaða fyrirheit gefur Jesús þeim, sem koma saman í nafni hans?—Hver er lexían í dag? Hvar stendur hún? Lesum hana á víxl. Les upp minnistextann. AGI KONUNGSINS. Matt. 18, 8, 9. 15—18. 21. 22. (Sbr. Mark. 9, 42—46.) Minnistexti 18. v. 8. Ef hönd þín eða fótur hneykslar þig, þá högg hann af og kasta honum burtu; því betra er þér höltum og handarvana að ganga inn til lífsins en áð þú hafir tvær hendur og tyo fætur og þér verði í eilífan eld kastað, 9. Og ef auga

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.