Kennarinn - 01.04.1902, Side 6

Kennarinn - 01.04.1902, Side 6
30 KENNARINN það. Sýn, hvað nauðsynl.—títskýr v. 7 og 8.—Tal um freistingar og vara við þeim. Um nauðsyn iðrunarinnar. An iðrunar engin fyrirgefning. -------'ThOOOr^---------- FJÓRÐI SI>. EFTIR PÁSKA-27. Apr. Hvaða sd. er í dag? Hvert er guðspallið? Burtför Jesú til föðursins. Hvar stendur það? Jóh. iö, 5 — 15. Hvert er 10. boðorðið? Þú skalt ekki girnast eiginkonu náunga þíns, þjón, þernu, fénað eða annað, sem hans er. Hvað þýðir það? Vér eigum að óttast og elska guð, svo vér ekki drögum, kúgum né lokkum frá náunga vorum eigin- konu hans, hjú eða fénað, heldur höldum þeim til að vera kyrr, og vinna það, er þeim ber. Hver voru efni og minnistextar þrjá síðustu sunnudaga? Hvar stendur lexían á sd. var? 1. Hvað segir Jesús um höndina og augað? 2. Hvað áttu að gera, þegar bróðir þinn brýtur á móti þér? 3. Hvað oft áttu að fyrirgefa?—- Hver er lexfan í dag? Hvar stendur hún? Lesum hana á víxl. Les upp minnistextann. HÁSÆTI KONUNGSINS. Matt. 20, 20—28. (Sbr. Mark. 10, 35—45.) Minnistexti 27. oíí 28. v. 20. Þá kom til hans móðir þeirra Sebedeussona með sonum sínum, og laut honum, sem hún vildi beiðast nokkurs af honnm. 21. Ilann spurði: Hvað viltu ? Hún svaraði honum: Láttu hina tvo sonu mína sitja, annan þér til hægri, en hinn til vinstri handar, í ríki þínu. 22. Jesús svaraði: Þér vitið ekki, hvers þér biðjið. Getið þér drukkið þann bikar, sem eg mun drekka ? Þeir kváðust mundu það geta. 23. Þá sagði hann til þeirra: Þér munuð að sönnu drekka minn bikar, en það, að sitja mér til hægri og vinstri handar, er ekki mitt að veita nema þeim, er faðir minn helir það fyrirhugað. 24. En er þeir tíu heyrðu þetta, þyktust þeir við þá bræður. 25. Þá kallaði Jesús þá til sín og mælti: Yður er kunnugt, að konungar jarðarinnar drotna yfir þegnunt sínum, og stórmenni beita valdi gegn þeim. 26. En yðar á meðal skal þetta eigi svo vera, heldur skal hver sá, sem mikill vill verða meðal yðar, vera yðar þjónustumaður. 27. Og hver scvi vill vera fremstur vicð'nl jffar, hann sc þjónn yffar. 28. Eins og viannsins sonur kom ekki til þcss, aff affrir skylthi honum þjóna, heldur til aff þjóna uffrum og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir viarga. Jesús á síðustu ferð sinni til Jerúsalem nálægt Jeríkó. Rétt búinn í þriðja sinni að segja lærisv. fyrir píslir sínar (v. 17—19. Áður 16, 21 og 17, 9, 12, 22, 23'. Þá kemur Salóme móðir Jakobs og Jóhannesar (27, 56 og Mark. 15, 40); líklega systir Maríu, móður Jesú, —Hefur heyrt um fyrirheitið 19,28).— Sömu- leiðis um píslirnar.sem fyrir höndum væru. Veit, að það er ekki hættulaust fyr- ir syni sína að fylgja Jesú. Vill, að þeir séu hugrakkir. Engu að síður er bæn hennar og sona hennar (sjá Mark.) vottur um metorðahugsun þeirra. Gleymd , þessa stundina lexían, sem þeir voru nýbúnir að fá (18, 1—5).—En hvað Jesús

x

Kennarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.