Kennarinn - 01.04.1902, Blaðsíða 7
KENNARINN
31
er þoliumoður kennari! Átelur ekki, en kennir.—Þeir þektu sig ekki. Nú óvið-
búnir að vera sinn til hvorrar handar honum á krossinum—hásætinu því. Þeir,
sem flýðu (Mark. 14, 50).—Píslirnar og krossinn Jesú bikar. — Eftir hvítasunnu
voru þeir reiðubúnir.—Heiðurssætin í guðs ríki við hlið konungsins veitast ekki
sem vildargjöf—að eins að vilja guðs þeim, sem það er fyrir búið (Mark. 10, 40).
Meira ekki sagt.—Hinir 10 styggjast við þá (24). Vilja þó hið sama. Ekki
betri. Jesús kennir þeim öllum, hvernig hægt sé að verða mikill í guðs ríki (25
—28). í ríki þessa heims beita valdi og drotna þeir, sem miklir eru (25). I
ríki guðs verður enginn mikill nema með því að gerast þjónn annara af einlæg-
um kærleika (26, 27). Þann veg sýndi Jesús með því sjálfur að gerast þjónn
allra og ganga í dauðann til lausnar þeim, sem það vilja þiggja(28). M a rg i r
þiggja, en ekki a 11 i r.
AÐ LESA DAGLEGA—Míín.: Sak. 12, I—10. Þrið.: Esaj. 65, 1—7. Miðv.: Esaj. 65, 8—1
16. Finit.: Jer. 8, 4—13. Föst.: Sak. 8, 18—23. Laun.: Esaj. 40, 22—26.
KÆRU BÖRN! í lex. í dag er ykkur kent, hvernig hægt er að verða mik-
ill í guðs ríki. Með því að verða þjónn annarra eins og Jesús. Alt, sem sagt er
um hann, sýnir, hvernig hann þjónaði, hjálpaði öðrum. Skal segja ykkur ofur
litla sögu af manni, sem hafði lært af Jesú að þjóna öðrum. Hann frétti af bág-
indum þrælanna í Vesturheims-eyjunum. Kendi í brjósti um þá og fór af stað
til þess að flytja þeim boðskapinn um Jesúm Krist. Þegar hann kemur þangað,
sér hann, að ómögulegt er að tala við þá; því þeir voru látnir þræla frá því
snemma um morguninn og langt fram á kvöld. Hann tekur þá það ráð, að selja
sjálfan sig sem þræl, svo hann geti fengið tækifæri að fara með þeim í vinnuna
og svo að tala við þá um Jesúm.—Börnin mín, biðjið nú Jesúm að gefa ykkur
hjarta, sem hugsar mest um það að þjóna öðrum, svo að þið getið líkst Jesú eins
og þessi maður.
Lesið upp sálminn: ,,Víst ertu, Jesú, kóngur klár", nr. 194 í sálmab.
TIL LEIÐB.—Tal um metorðagirndina. Hvernig hún kom fram hjá
Salóme og sonum hennar og lærisveinunum hinum. Og hvaða hugarfar eigi
að véra hjá lærisveinum Jesú. Og hver gefi þeim það.
-----------------------
FIMTI SD, EFTIR PÁSKA—4. Maí.
Hvaða sd. er í dag? Hvert er guðspjallið? Bænin í Jesú nafni. Hvar
stendur það? Jóh. 16, 23—30.
Les upp öll boðorðin sjálf.
Hver voru efni og minnistextar lexíanna fjóra síðustu s.daga? Hvar stend-
ur lexían á sd. var? 1. Hver kom þar til Jesú? og hvað bað hún hann um? 2.
Hverju svaraði hann? og hvernig tóku hinir lærisveinarnir því? 3. Hvernig
þaggaði hann niður í þeim? Hver er lexían í dag? Hvar stendur hún? Les-
um hana á víxl. Les upp minnistextann.
KONUNGURINN UMMYNDAST.
Matt. 17. I—13. (sbr. Mark, g, 1—10.; Lúk. g, 28—36,)
Minnistexti slBast 1 5. v. og alt 6. v.
1. Að sex dögum liðnum tók Jesús Pétur og þá bræður Jakob og Jóhannes,
°g fór meðþeim einslega upp á eitt hátt fja.ll. 2. Og hann ummyndaðist að þeim
asjáendum, og ásýnd hans skein sem sól, en klæði hans urðu björt eins og ljós.