Kennarinn - 01.04.1902, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.04.1902, Blaðsíða 8
32 KENNÁRINN 3. Og sjá, þá birtist þeim Móses og Elías, sem voru að tala við hann. 4. Þá svaraði Pétur og sagði við Jesúm: Gott er, að vér erum hér, herra; ef þér svo sýnist, viljum vér reisa hér þrjár tjaldbúðir, eina handa þér, aðra handa Móses og hina þriðju handa Elías. 5. Meðan hann var þetta að tala, bar yfir þá bjart ský, og úr því heyrðist raust, er mælti: þessi er miuil elskulegi sonur, sem eg hefi velþóknun á; hlý&ið þér honum. 6. E11 er lœrisveinctrnir heyrttú raustina, fellu þeir fram á ásjónur SÍnar Og urðu Vljög óttaslegnir. 7. Þá gekk Jesús til þeirra, snart við þeim og mælti: Standið upp og verið óhræddir. 8. En er þeir litu upp, sáu þeir engan, nema Jesúm einan. 9. Og er þeir gengu ofan af fjallinu, bauð Jes- ús þeim og sagði: Segið engum frá sýn þessari fyrr en mannsins sonuV er ris- inn upp frá dauðum. 10. Þá spurðu lærisveinar hans hann að: Því segja þá hinir skriftlærðu, að Elías eigi áður að koma ? 11. En hann svaraði og sagði: Elías á að vísu áður að koma og færa alt í lag. 12. En eg segi yður, að Elías er nú þegar kominn, en þeir könnuðust ekki við hann, heldur breyttu við hann sem þeim líkaði; eins mun og mannsins sonur verða að þola þjáningar af þeim. 13. Þá skildu lærisveinarnir, að hann hafði þetta talað við þá um Jóhannes skírara. Sex dögum áður hafði Jesús auglýst í fyrsta skifti lærisv., livað biði sín innan skamms í Jerúsalem (16, 21). Við það dró upp svart ský, sem grúfði æ ægilegara yfir þeim, þangað til pciskasólin rauf það. Sex dagana þessa þetta aðal-umhugsunarefnið. Skuggar krossins lágu á öllu lííi Jesu, en urðu nú gleggri.—Vikan þessi fyrirboði píslarvikunnnar. Hann þurfti að styrkjast. Lærisv. líka. — Fer því með þá þrjá lengst komnu í trúarl. þroska (með honurn í húsi Jaírusar, seinna í Getsemane) út úr og upp á fjall eitt (líklega tind einn á fjall- inu Hormon) á bæn (sjá Lúk.). — Það, sem skeði svo hér, er bænheyrslan, ljósið að ofan ylir myrkrið, hjálpin, styrkingin frá föðurnum, Hvergi sýnd betur blessun bænarinnar og um- gengninnar við guð. — Ætti að vera okkur hvöt — í kyrðinni að leita hans, í orðinu, við borð- ið hans og í húsinu hans. Þar gott að vera. Erum hjá Jesú. Ummyndumst þá. Líkjumst honum fyrir helgandi áhrif hans. — En þetta okkur líka fyrirboði dýrðarinnar, sem lærisvein- ar Krists eiga í vændum. — Ur skýinu heyrðist raust guðs: Þessi er sonur minn, o. s, frv.— Úr guðs orði heyrist raust guðs, vitnisburðurinn um lians elskulega son, sem kallar til okkar: ,,Hlýðið honum l“ — Viljum við hlýða? — En ofan af fjallinu og út í stríðið. Veran þar und- irbúningur undir það. Fjallstundir kristins manns honum ekki gefnar sem nautn, heldur til að safna á þeim kröftum frá guði, svo hann geti gengið út í lífið og tekið þátt í mannlífsbar- áttunni og starfinu guði til dýrðar. AÐ LESA DAGLEGA. — Mán.: Amos 9, 8—15. Þrið.: Esaj. 4. 2~6. Miðv. : Esaj. 29. 18—24. Fimt.: Sálm. 110 og Mika 7. 7—13. Laug.: Mika 7. 14—20. KÆRU BÖRN I Ykkur langar víst til þess að vera falleg. Ykkur ætti að langa til þess að verða svo falleg. að bæði guði og mönnum og em-lum geti litist vel á ykkur. Langar ykk- ur ekki til þess ? — í lexíunni sjáið þið, hvernig þið gatið orðið svona falleg. — Jesús um- inyndaðist, heyrðuð þið, uppi á fjallinu á meðan hann var að biðja. Guðdómlega dýrðin skein af honum. Ef þið eruð hjá Jesú, biðjið, brúkið guðs orð, geymið það í hjarta ykkar og hlýðið Jesú; þá ummyndist þið. Jesús breytir ykkur. Gerir ykkur falleg. Hann gerir ykkur góð. Og sá sem er góður, hann er fallegur. Ef þið eruð vond, þá eruð þið ekki fallog. Þið eruð ljót þá. Og það viljið þið ekki vera; það er eg viss um. En þá verðið þið að biðja Jesúm að gera ykkur góð og lilýðin, svo þið getið verið falleg. Gleymið því ekki, elsku börn. Lesið upp sálminn: ,,Láttu guðs liönd þig leiða húr", nr. 356 í sálmab. TIL LEIÐBEININGAR.—Lát börnin segja lexíuna mpð því að spyrja þau. Scg frá þýð- jngu þess, sem skeði fyrir Jesú. Fyrir okkur. Dvel við það, sem guð sagði úr skýinu. J

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.