Kennarinn - 01.05.1902, Blaðsíða 4

Kennarinn - 01.05.1902, Blaðsíða 4
■36 KENNARINN innri maður? Hjartasjoðurinn? — Hvað sýna orðin okkar? — Með dæmisög- unni (43—45) sýnir Jesús, að ósönn betrun sé verri en engin. Vald hins vonda að eins aukist. — Maðurinn þarf að betrast í sannleika og Jesús að búa hjá honum fyrir lifandi trú. AÐ LESA DAGLEGA. — Mán.: Sálm. 122. Þríð.: Esek. 47, 1—12. Miðv.: Esaj. 45. 18 21. Fimt.: Esaj. 45, 22—25. Föst.: Jer. 9, 23—26. Laug.: Esaj. 44, 6—8. KÆRU BORN ! í lex. sýnir Jesús faríseunum, hvað vondir þeir eru. Þeir höfðu sagt, að Jesús lúti hinn vonda hjálpa sér til þess að gera kraftaverk. Hroðalega var það Ijótt. En það sögðu þeir, af því hjarta þeirra vgr vont. Það segir Jesús þeim. En svona vont var það, af því þeir höfðu ekki viljað snúa sér til guðs og trúa á Jesúm. Þeir vildu ekki láta Jesúm hafa áhrif á sig til góðs, og urðu því verri og verri. Ó! hvað það er skelfilegt, börn, þegar ein- hver vill ekki láta hafa áhrif á sig til góðs, vill ekki verða betri maður, vill ekkl hlýða guði, en verður verri og verri. Elsku-börn! Gáið að ykkur, að þið verðið ekki vond, og verðið verri og verri. Þegar þið viljið ekki hlýða foreldrum ykkar eða kennurum, þá hlýðið þið ekki guði. Og þá eruð þið vond. Og ef þið viljið ekki sjá það, að þið þá hafið verið vond, og ykkur þykir ekkert fyrir því, og þið viljið ekki biðja um fyrirgefning, þá verðið þið verri. Biðjið Jesúm ,að hjálpa ykkur, svo hjarta ykkar verði betra og betra, og þið fáið meiri og meiri löngun til að gera það, sem hann vill. Eins og hjarta ykkar er, eins eruð þið. Gott tré ber góða ávexti, segir Jesús. Hann gerði ykkur að góðu tré í skírniuni. Nú megið þið ekki skemma góða tréð hans. ,,Ó,vísdómsandi! vitna' í mér, og að eg fyrir einan hann að vernd og líf mitt Jesús er, um eilífð hólpinn verða kann. “ TIL LEIÐBEININGAR.—Skýr fyrir börnunum, hvað farísearnir höfðu borið Jesú á brýn. 1 hverju þeirra synd var fólgin. lívað Jesús segir um hana. Hvernig syhdjn etur um sig og er að gera út af við manninn, ef hann iðrast ekki. Ger ekki lítið úr neinni synd. Sýn af trénu og ávöxtum þess, hvernig breytnin (góð— ill) er ávöxtur hins innra ástands. riilNITAriS—25. Mai. (Þrenningarhátíðin.) I-Ivaða sd. er í dag? Hvert er guðspjallið? Jesús og Nikódemus. Hvar stendur það? Jóh. 3, 1—15. Hvað segir nú guð um öll boðorðin? — Eg, drottinn guð þinn, er vandlátur guð, sem vitja feðra misgjörða á börnunum í þriðja og fjórða lið, á þeim sem mi^hata, en auðsýni miskunn í þúsund liðu, þeim sem mig elska og boðorð mín varðveita. H ver voru efni og minnistextar tvo seinustu sunnudaga? Hvar stendur lexían á sunnud. var? 1. Hvaða synd verður ekki fyrirgefin? 2. Hvað sagði Jesús að koma myudi fyrir á dómsdegi? 3. Við hvað líkir Jesús ósannri betr- un? Hver er lexían í dag? Hvar stendur hún? Lesum hana á víxl. Les upp minnistextann.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.