Kennarinn - 01.07.1905, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.07.1905, Blaðsíða 8
56 _____________________u_ EINS MIKIL HETJA OG HERMAÐUR. „Eg vildi eg væri hermaöur eða trumbuslagari eða eitthvað, og mætti fara í stríð oo- berjast við einhvern eða gera eitthvað mikið fyrir landið mitt!“ kallaði Tumi litli upp yfir sig við sjálfan sig. Rétt í því kemur mamma lians fyrir hornið á húsinu og biður hann að fara eftir vatni í fötu. Það var langt til vatnsins; en Tumi fer óðar á stað með fötuna, fyllir hana og leggur á stað heim aftur. En einlægt er hann að, hugsa um hermenn og orustur, sem hann haíði lesið um og heyrt um. Þá verður honum litið heim að húsinu, og hann sér Georg litla Lróður sinn, þriggja ára gámlan, koma út úr húsinu og skriða aft- ur á bak niöur þrepin og lilaupa svo eítir stígnum burt frá húsinu; en um leið op- hann hleypur á stað verður hann var við fallega litað pappírsblað hjá húsinu, stekkur til baka og þrífur það upp og flýtir sér svo yíir um garðinn að eldi, sem brann þar á glæðum. Það voru leifar eftir stór-eld, sein pabbi hans hafði kveikt nokkrum klukku- stundum áöur . Hafði hann ver.ð aö brenna upp rusl í garðinum. Tumi sér, aö barnið kastar blaðinu á eklinn. En um leið grípur vindurinn það og þeytir því logandi á kjól barnsins, svo að kviknar í undir eins. „Æ, að eg væri nú þarna með vatnsfötuna mína!“ hugsar Tumi, en veit, að hann yrði of seinn, ef hann hlypi meö hana. Eleygir henni því og hendist á stað eins og ör væri skotið, og óðar en hann nær í drenginn kastar hann honum niður í grasið og veltir honurn i því. Hann brennir sig á höndunum og það kviknar í skyrtu- erminni hans; en hann hirðir ekkert um það, en heldur áfram að velta og velta bróður sínum þangað til móðir þeirra kemur, scm heyrt hafði hljóð barnsins og köllin um hjálp í Tuma. En þá var Tuini búinn að slökkva eldinn í fötunum á bróður sínum, en var nú sjálfur brendur og með blöðrum. Hvað segið þið nú, börn? Var ekki Tumi hetja — eins rnikil hetja og hermaður? Úr „The Lutheran." ■o

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.