Máni - 13.01.1917, Page 5
M Á N I
5
á Geldingalæk
og gaman nóg.
Þessi aukastörf
— öll í þágu
saubaræktar
og sáluhjálpar —,
launar báðum
landssjóðurinn
af fúsum vilja
þótt fátækur sé.
Eísa mundu nú
Rangæingar
öndverðir gegn
atferli þessu
væri þeim eigi
öllum lokið :
þætti sama
hvað þingið gerði!
L.eikhúsið.
Hinn frægasti leikur sjónar og heyrnar, sem sézt
og heyrst hefir frá byggingu íslands, var leikinn hér
í borginni í gær á tímanum frá kl. 2—5 síðdegis —
stóð þannig yfir í 3 kl.stundir.
Leikur þessi var leikinn af svo mikilli list, að
undrun gegnir, og því má hans ekki ógetið vera.
Nafn hans kann ég eigi að greina, en heyrt hefi
ég að hann héti Skollatapið.
Áður en ég fer lengra út í að iýsa list leikenda,
vil ég geta hverjir þeir voru, sem lóku aðal-hlutverkin.
Leikhetjurnar voru: Mattó og Gíslis, því næst:
Þorstjoð, Bjarnvog, Jónmagn, Jónhvann og Magnguð.
Auk þeirra voru 19 þagnleikendur (Statister).
Áhorfendur og heyrendur biðu með hinni mestu
þrá og fýsn eftir leikslokum.
Leikurinn var í því fólginn, að hetjurnar komu með
þingsályktunartihögu, er var áslcorun til landsstjórnar
um það að brjóta stjórnarskrána. Átti þetta brot að
afsakast með því, að stjórnin sæi um, að bankastjórar
landsbankans verði framvegis þeir menn, sem ekkert
vit hafi á fjármálum, og þeim mun minna á þeim
málum yfirleitt, sem þjóð og landi koma við. Með
öðrum orðum, að þar ráðist að eins í bankastjórnar-
sæti þeir menn, er sóu og verði heyrnarlausir og
sjónlausir. En það gleymdist að fela það í tillögu
þessari til þingsályktunar, að um leið yrði í lands-
bankanum sett á stofn augnlækningastofa og dauf-
dumbraskóli. En út úr leiknum mátti ráða að Gíslis
mundi sjá fyrir þessu, sem hver annar lögfræðis-
aðstoðarmaður bankastofnunarinnar.
Stjórnarskrárbrotið, sem um getur, átti að eins franr
að fara í þeim göfuga tilgangi að bola einum af
meðlimum ráðaneytisins frá því að mega komast, að
bankastofnuninni — ef hann gengi úr ráðaneytinu
eða það ylti um koli — fyrir þá' sök, að hann hefði
heilbrigða sál, vit og vilja á þeim málum þjóðarinnar,
sem að haldi mega verða.
Gegn þessu hvatti mælskumagn sitt mjög Þorstjoð,
Bjarnvog og Jónhvann. Auk þeirra með sinni miklu
gætni, athyggju og skynsemi Jónmagn.
Því má ekki gleyma, að uggur mikill fór um hetj-
urnar Mattó og Gislis, er inn á leiksviðið komu þeir
Bendis og Skúlit, er leikhetjurnar hugðu heima mundu
sitja og eigi til vettvangs ganga 'að þessu sinni.
í það mund kom fram tíllaga frá þagnleikendum
um það, að hætta hjali utn hoimskuna og hneykslið.
Fékk hún fallbyr. — Úr því tók heldur að digna egg
í sveröum sækjenda.
Kom þá fram sá fyriiboði stórtíðinda, er menn
kalla rökstudda dagskrá, frá Magnguði. Afdrif hennar
þarf ekki að greina. Svo mikill geigur fór um hetjur
afstyrmisins, að þeir báðu hinn æðsta mann leiksviðs-
ins, er forseti nefnist, að forða sér frá þeim vandræð-
um að láta atkvæðagreiðslu fram fara um sitt kál-
græna afkvæmi.
Yar því tekið með þegjaudi, brosandi samþykt allra
þeirra er atkvæði höfðu um hlutinn.
Leikurinn hafði kostað :
Hálft dagsverk 26 ieikenda á 10 kr. . . — kr. 130,00
Vs dagsverk 6 skrifara, 7 kr............= kr. 21,00
Aðrir aðstoðarm. að skrifstofustj. meðt. = kr. 29,00
Alls kr. 180,00
En auk þessa kostnaðar hefir ieikurinn í för með
sér hrun á virðingu þeirrar stofnunar sem leikinn
hefir leikið, sem nemur meiru en áratalið frá upphafi
íslands bygðar.
Menn geta gert hvort sem þeim þykir betur hlýða,
að kalla þenna leik Skoliatap eða Stjörnuhrap —
mín vegna.
10/i—’17.
Einriði.