Máni - 13.01.1917, Blaðsíða 6
6
M Á N I
Smekkvísi,
Eins og kunnugt er, heflr byggingarnefnd Reykja-
vikur leyft að reisa höll mikla suður með Tjörninni
austanvert, milli Kvennaskólans og Fríkirkjunnar.
Lengi vel hugðu menn, að þetta ætti að verða
sumarbústaður nýju guðfræðinnar, og glöddust í bjarta
sínu yflr því, að hún hefði fengið skýli yfir höfuðið,
og þyrfti nú ekki framar að selja aðganginn að
Haraidi né kirkjunni.
En er gleðin stóð sem hæst, barst sú íregn um
bæinn, að fjöldi manna ynni að ístöku í Tjörninni,
og að hverju íshlassinu á fætur öðru væri ekið inn í
höllina.
Kólnaði þá mörgum um hjartarætur, er menn sáu
hvers kyns var:
Að íshúskumbaldi var bygður á fegursta stað bæj-
arins, þar sem hvor byggingin stendur annari veg-
legri, og það jafnvel milli kirkju og JcvennasJcóla.
Og menn tóku að spyrja:
Á þetta að vera jökull, sem meyjunum verður ekkí
yfirkomu auðið til kirkjunnar? Eða á það að verða
kínverskur varnarmúr handa þeim, sem enginn kemst
yfir, og ekki einu sinni titlingar, til þess að vernda
þannig þeirra „æskuástir" og „barnatrú" í saklausri
klausturhelgi.
Þannig spurðu menn, og á ýmsa aðra vegu, en
enginn kunni þessa gátu að leysa, fyr en Tiyggvi kom
til skjaianna. Iiann sagði að þetta væri gert, í þeim
kristilega tilgangi, að þær héldi betur — trúnni.
Þá hneigði lýðurinn sig í auðmýkt og sagði:
Sælir erum vér, að vér höfum slíka bæjarstjórn I
Sveinn.
Raddir framliðinna.
Háskóli íslands.
í II. árg. Eimreiðarinnar, 1. hefti, var birt þýðing
eftir sira Matthías Jochumsson á nokkrum hluta kvæð-
isins „Norges Dæmiing" („Afturelding Noregs") eftir
Welhaven. Aftan við það hnýtir ritstjórinn, Valtýr
Guðmundsson háskólakennari, þessai i at.hugasemd:
„Eirnreiðinni hefir verið sérstaklega mikil ánægja í
því, að geta fiutt lesendum sínum þýðing á þessu
morkilega snildarkvæði, sem getur alveg eins vel átt,
við afturelding íslands eins og afturelding Noregs.
Það getur verið heilsusamlegt fyrir marga íslendinga
að líta í þessa skuggsjá, að minsta kosti fyrir þá,
sem ekki eru enn orðnir alt of grómteknir af þeim
þjóðarþvergirðingi og eintrjáningsskap, sem heldur að
nútiðarþjóð vor geti lifað eingöngu á frægð feðranna
og helzt vill bægja öllum útlendum mentunarstraum-
um frá landinu, t. d. með þvi að hrófla upp íslenzku
JiásJcólatildri1 og fleira þess konar, sem aldrei gœti
oröiö annaö en apaspil, til atJilœgis fyrir útlendinga,
en niöurdreps fyrir sannarlegt íslenzJct mentálíf1.
Það er öðru nær en slíkt sé sönn2 þjóðrækni. Það er
í rauninni ekkert annað en þjóðardramlj og Jiégóma-
sJcapur1, sem getur orðið því hættulegra, sem það
jafnan reynir að hjúpa sig í tælandi þjóðræknisblæju,
þótt hún sé býsna götótt, svo altaf skíni í óhroðann
undir, ef vel er að gáð“.
Yerðlaunadrápa.
Dýr er tíð
og dimmar stundir,
embættlingum
ísafoldar.
Þörf er matar,
þörf er hita,
þörf er Ijóss,
fyrir lægra gjald.
Því er eitt
af aðalstörfum
þingskörunga,
að þessu sinni,
bót að ráða
á böli þessu :
auka gjöldin
almenningi.
Ei vill Alþingi
að embættismenn
hrynji niður
af harðrétti,
eins og hrafnar
út með flæði
svífa gorvana
á síðkveldum.
1 Loturbroyting hér. Ritstj, — 2 Leturbreyting höf.