Máni - 13.01.1917, Page 8

Máni - 13.01.1917, Page 8
8 M Á N I Bjarna frá Vogi þótti þetta næsta undarlegt, og sagði eitthvað í þá átt, að þar sem tíðkast hefði áður á þessu þingi, að afgreiða öll mál með af- brigðum frá þingsköpum, því þá ekki að fyigja þeirri gullvægu reglu til streitu. Gerðist þá kur á pöllum uppi, og var auðheyrt á tali manna, að mjög fylgdu þeir Bjarna að málum og héldu því fram, að úr því þingið hefði byrjað með afbrigðum, þá væri sjálfsagt að það endaði með þeim líka. Þá tæki þjóðin minna mark á því, eins og skáldið kvað: Það var ekki þjóðarlán þetta mál að skera, því þingið mátti ekki án afbrigðanna vera. Hlöðvar. Fyrirspurn. Iíöfuðstaðurinn skýrir frá því í dag, að sleðaferðir sóu farnar að tíðkast hér um nætur og að í þeim taki þátt bæði karlar og konur. Lít ég svo á, að þetta muni vera ódýr barnaskemtun og bygð á kristi- legu samkomulagi. Og þar sem ég fann ekki náð fyrir augum alþingis með sanngjarna dýrtíðaruppbót vegna þess, að ég er barnlaus einstæðingur og heíi því ekki ráð á hvorki að sækja „Bíóin" né „Gúttó“, hefir mér dottið í hug að leita upplýsinga um, hvar skemtun þessi er á boðstólum. Sný ég mér því til Mánans, því kunnugt er mér það frá fornu fari, að hann veit betri deili á flestum næturverkum heldur en nokkur annar, og vona því fastlega, að harín verði við tilmælum mínum og svali forvitni minni og margra annara, er líkt stendur á fyrir. Spurull. * * * Með því að Máninn er ekki nógu fullur, hefir hann ekki tækiíæri að athuga þetta. Verður svarið því að bíða síns tíma. Mánaleiftur. ABRAHAM. Einu sinni var Abraham á kendiríi. Þa sagði guð við hann : „Þú mátt ekki drekka svona mikið, maður, því að hér eru bannlög í landi, og æfi þín spillist við nautnina". Þá sagði Abraham: „Ég tek ekki mark á þór“. SAMVIZKAN. Tuttugu krónur í gær. — Tíu krónur í dag. — Peningarnir fara allir til andskotans. — En ætli það verði ekki eitthvað eftir til að borga umganginn hjá Pétri, bara ef maður kemst þangað fyrir helvítis timburmönnum. AUGLÝSÍNG. Þú, sem tókst hann Gísla og fórst með hann yfir í heimastjórn, skilaðu honum sem bráðast aftur; annars verður lögreglunni vísað á þig, því að þú þektist. „M Á H I", GAMANBLAÐ MEÐ MYNDUM. Kemur út tvisvar í mánuði. Kostar í lausasölu 25 aura blaðið; fyrir áskrifendur kr. 1,25 ársfjórðung- urinn, er boigist fyrirfram. Framvegis verður blaðið í kápu fyrir auglýsingar. Ritstjóri Siguröur Arngrímsson hittist fyrst um sinn 12—1 og 6—7 í Ingólfsstræti 4. Útsölumaður Ouðmundur Davíðsson, Laugaveg 4 (Bókabúðin). Auglýsingum móttaka veitt á báðum þessum stöðum. MÁNAVÍSUR. Ramminn á fyrstu síðunni stendur áfram fyrir skáld og hagyrðinga að spreyta sig á að útfylla með vísum um mánann, sem verðlaunast með því, að höfund- arnir fá einn ársfjórðung af blaðinu fyrir fyrstu vísu, sem þeir kunna að senda og verðlaunuð verður. Hljóti sami höfundur verðlaun oftar en einu sinni, greiðist það með andvirði ársft'órðungs blaðsins. Prentsmiðjan Gutenberg — 1917.

x

Máni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Máni
https://timarit.is/publication/492

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.