Máni - 29.01.1917, Síða 3
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦#♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
MANI
I. árg.
Reykjavík, mánadagimi 29. janúar 1917,
2.
tbl.
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^
Café k KiMitiri!
Nfjua
(Bjarni P. Magnússon)
a
Simi 362.
P. 0. B. 402.
Reykjavík, íslaid.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Mánavísur.
(Auk vísu þeirrar er verMaunin hlaut, þóttu þessar
beztar af þeim sem blaðinu bárust):
Jafnt í kot og konungsrann
kýminn skimar Máni,
þá um fjölmargt fræðist hann,
er fánýtt telur kjáni.
Enginn þetta ætla má
„Urðarmánann" stranga,
sem að Fróðár-fólkið sá
forðum öfugt ganga.
Mána er kent um mararfar,
— megn er trúar voðinn —.
Valdur þó að þessu var
Þóarr sterki goðinn.
Mána-Finni fekk ei séð,
fróður þó að væri,
á þessu ári þrettán með
þessum telja bæri.
r
Astin min.
Á eilífðarbjarmans öldum,
utan við tungl og sól,
ljómarðu, gyðjan mín góða,
greypt í morgunkjól.
Eg sit ekki á sóffanum lengur,
sál mín er vöknuð á ný
og líður um ljóshvolfin bláu,
að leita þín bak við ský.
Þú heillar hug minn, Dísa,
og hugurinn leitar þín;
eg ann þér að eilífðar nóni,
þó aldrei verðirðu mín.
Þú ert sem bláa blómið,
er brosir við morgunsól,
á kveldin sem klukka í turni,
er klingir í hjarta mér jól.
Þeir heilögu tónar hrífa,
en hvernig sem eg læt,
eg fæ ekki að kyssa þig, kæra,
því krýp eg við sóffann og græt.
Mig langar að kyssa þig, kæra,
og krota’ á þig ástarrún,
sitja hjá þér og syngja
og seiða þig út á tún.
Hví ertu’ að fara frá mér,
þá faðma vil eg þig?
Elskarðu mig ekki?
Eða’ ertu hrædd við mig?