Máni - 29.01.1917, Side 8
14
MÁNI
En í þessari niðursetningastétt hækka menn smátt
og smátt, — það er þó bót í bölmáli — þótt eigi
komi það allsjaldan fyrir, að niðursetning sé alger-
lega vísað úr sæti, svo hann verður að standa þaðan
í frá. En litla kurteisi eða brjóstgæði þykir það bera
vott um hjá húsráðindum. Stundum eiga þessar niður-
setningar að vera nokkurskonar umbúðir, eða plástrar
yfir sár eftir syndir annara. En plástrar græða ekki
öll sár. Sagt er að fjöldi stúdenta hætti námi í vor,
fyrir þá sök, að þeir ekki vilja verða niðursetningar
þjóðarinnar. f eir líta á hlutina með augum skáldsins:
Skrítilega valdsins vé
vefur þoku friður.
Svo allir sýnist, enginn sé
eru þeir settir niður.
Stjórnarfarið í Mongólíinu.
í Mongólíinu kvað hafa borið við eigi alls fyrir
löngu, að ráðherra varð fylgislaus, svo gersamlega að
hann hafði eigi með sér nema 1 manu af öllum þing-
heimi. Tók hann þá það ráð er vænst var, að segja
af sér, til þess, að fá ekki vantraustsyfirlýsingu. Hann
hafði áður en hann varð ráðherra verið í mikilsmetnu
embætti. Þá er hann hafði vikið úr ráðherrasæti,
krafðist hann að fá full eftirlaun, en þó um leið að
setjast í sitt fyrra embætti. En er honum var synjað
um eftirlaunin, sökum þess að lög og réttur stríddi
á móti, tók hann til bragðs að narra lækni nokkurn
til þess, að gefa sér vottorð um, að hann væri svo
taugaveiklaður, að hann ekki gæti eða mætti sinna
erflðum störfum. Ýmsir lögðu það svo út að hann
ekki myndi vera normal, annars hafði hann ekkert
verið veikur. Með þessum hætti tókst honum að koma
ár sinni svo fyrir borð, að ráðaneytið sá sér ekki
kleyft að neyta honum um ráðherraeftirlaunin. Þannig
útvegaði hann sér nú ómagameðlagið.
Lýðurinn varð mjög óánægður yfir þessu refsbragði
mannsins. övona undirferli og svik geta komið þar
fyrir. En ætli menn gætu ímyndað sér að slikt gæti
komið fyrir hér á landi?
P.
Til Mána.
Þér hafið gert mér þann óleik, herra ritstjóri, að
auglýsa áfengisverzlun mína með ramvitlausu verðlagi
(ekkert rétt, nema ameriska Wiskyið, sem eg íékk
með es.Bisp, það kostaði mig 8 kr. í 100 flöskum, og
er ekki dýrt selt með „risk“ fyrir kr. 15). Eg heimta
af yður að þér birtið verðlista minn réttan næst, og
eg stefni yður hór með tíl skaðabóta fyrir atvinnu
spilli, meðal annars, er þér segið mig ekki heima
fyr en kl. 7, og verður þá ekki þverfótað á ganginum
fyrir „kúnnum", og mér því gert óþartlega erfitt með
afgreiðslu. Eg krefst þess að Máni taki þessa leið-
réttingu upp samkvæmt prentfrelsislögunum næst er
hann kemur út, ef hann þá ekki er fullur; annars
þar næst hvort sem hann er fullur eða ófullur.
Wallcjar.
Aths.
Máni biður herra Walkjar afsökunar á rangfærsl-
unum í auglýsingunni í síðasta blaði.
Bitstj.
Glæringar.
í síðasta blaði var getið um ráðherralaunin. Síðan
hefir frézt að í ráði sé að innrétta gamla Lands-
bankahúsið til þess að selja vörurnar í.
FYRVERANDI GUÐSÞJÓNN.
Þú hefir úthlutað Sigurði 2000 kr. í árslaun, en
samþykt að lærisveinn þinn hefði 1000 kr.
Kemur þér þessi réttvísi frá Kristi — eða Knúti?
n.
Ofanritaða spurningu afhenti maður Mána, og kvaðst
hafa fundið hana á götu. Getur því réttur eigandi
vitjað hennar.
Mönnum finst það skrítið, að Máninn skuli vera
stjörnufullur, en mér finst nú að þetta ætti fremur
að gleðja menn en hryggja. Því, er ekki þjóðin svona
sjálf? Og hingað til hefir hvað elskað sér líkt.
t
„Nú eru kálfarnir munaðarlausir og kýrnar ekkjur“.
4