Máni - 29.01.1917, Page 9
MÁNI
15
DULARFULT FYRIRBRIGÐI.
Stúlka kom í búð. Þegar hún hafði lokið þar erind-
um sínum gekk hún út. Kaupmaðurinn varð þess var
að á meðan hún hafði verib inni var stolið úri. Grun-
ur hans féll á stúlkuna. Kaupmaðurinn hljóp á eftir
henni, náði henni að vörmu spori, og bað hana fá
sér úrið. Hún neitaði að hafa tekið það. Þá kallaði
hann til lögregluna og lót fara með hana á kontórinn.
Hún neitaði fastlega sem fyr að hafa snert við úrinu.
En kaupmaðurinn var viss í sinni sök, og heimtaði
að leitað væri grandgæfilega í fötum hennar. Þá tók
dómarinn hana afsíðis og lét færa hana úr fötunum.
En úrið fanst ekki. Loks þegar hún hafði verið færð
úr hverri spjör, heyrði dómarinn ganghljóð í úrinu.
En hikaði þó við að leita frekar og sagði að það væri
bezt að hún héldi því.
GUÐ OG ABRAHAM.
Fyrsta Mánaleiftrið var eigi svo upplýsandi að það
félli á alt er það átti á að skína, út undan varð „mað-
ur“. Hér er áframhaldið:
Þá svaraði guð:
„Eg held að þú sért glórulaus maður".
Frú Starstar og maður hennar eru að hátta. Meðan
hann er að fara úr buxunum segir hún: „Mikill bölv-
aður dóni er hún frú Berfer, í hvert sinn sem maður
mætir henni á götunni snýr hún sér við og horfir á
eftir manni".
Hr. Starstar snýr sér við í öðru lærinu og segir:
„Hvernig veiztu það?“
?
Hann kunni að raka og rifja og slá,
frá rótinni túngresið skar hann,
og samvinnufélaga söfnuði frá
hann sendur var beina leið Alþingi á.
Og buxur í fellingum bar hann.
HERTOGINN AF HILLERÖD
fékk vitrun magnaða á sunnudagsnóttina þótti hon-
um allur þýzki flotinn með admíral Gubba berjast
við eitt enskt herskip; fórst þar allur flotinn og Gubbi
en þau skip sem af koinust flýðu. — Fór enska skipið
við það heim, sigrihrósandi, til að senda Kaplamjólkur-
Mogga skeyti.
UNDUR.
Öjaldséðir hvítir hrafnar, er ílenzkt máltak. Eg hefi
aldrei séð þá. En morguninn 11. nóv. kl. IO.20, er eg
kom út, sýndist mér fljúga hvítur hrafn á vinstri
hönd, í vesturátt frá suðri til noðurs. En er eg at-
hugaði betur, var hann svartur og flaug fyrir tunglið,
sem þá var á lofti.
Einar Arnórsson kvað ekki hafa sagt af sér ráð-
herraembætti sakir fylgisleysis, því hann hafði heilan
mann í liði með sér.
Dulsýn.
Hvað sá Máni
á miðri nóttu?
Leggja geisla
frá litlum glugga.
Njótur skjalda
um neðstu rúðu
gægðist inn
að gamni sínu. \
Hvað sá Máni
meira skrítið?
Bjarta mey
á beðjum hvíla,
með brosi rísa,
er rödd hún heyrði
unga sveinsins
fyr utan gluggann.
Hvað sá Máni
meira gaman?
Opnuð var hurð
með ógnargætni.
Vappaði halur
veiði-slingur
hljótt, en beint
að brúðar-rekkju.
Hvað sá Máni
meira síðan?
Armlög föst og
fjölda kossa,
augna-got og
gamansemi,
fitl og kitl og
fleira skrítið.
Hvað sá Máni
meira af góðu?